Færsluflokkur: Bloggar
8.8.2025 | 10:38
311 manns að sýsla við hvað ?
Eftir því sem ég kemst næst með innliti á vefsíðu Seðlabankans eru þar 311 stöðugildi. Hvað er allt þetta fólk eiginlega að sýsla við ? Er það eitthvað sem skiptir máli ?
![]() |
Þessi sóttu um stöðu framkvæmdastjóra hjá Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.8.2025 | 12:18
Fuglafóður.
Jón Kristjánsson er skeleggur á sínu sviði og ætti að taka meira mark á honum en hinum sjálfskipuðu sérfræðingum auðmanna sem dunda sér við að leika sér að matnum og sleppa honum svo í dauðateygjunum. Dýraníðingarnir skilja bráðina eftir oftar en ekki svo örmagna að fugl á greiða leið að því að ljúka verkinu og gera sér veislu úr. Þetta má sjá árbökkum þar sem bráðinni er sleppt eftir að henni hefur verið strokið eins og kettlingum og montmyndatökum lokið. Einhverjar aðrar breytur valda breytilegri stofnstærð og Jón hefur áður bent á samhengi í því sambandi.
![]() |
Segir árangurslaust að veiða og sleppa laxi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2025 | 17:59
Hvernig bragðaðist hann?
Var hann reyktur, grafinn eða bara eldaður í ofni?
![]() |
Laxinn reyndist 69% af hennar hæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2025 | 09:00
Auðsholt í Ölfusi og Auðsholt í Hrunamannahreppi.
Um sitthvort Auðsholtið er að ræða þó ekki virðist gerður greinamunur í fréttaumfjöllun. Annað við Ölfusá og hitt við Hvítá. Þá ætti nú vera tilefni til gerð sérstakrar þáttaraðar um hegðun leigutaka Stóru-Laxár á svæðinu sem ekki er til fyrirmyndar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta alls ekki um vernd laxastofnsins heldur aðeins um peninga auðmanna. Þá ættu þeir aðilar sem vilja láta sig málið varða skoða hvað gerst hefur mörg undanfarin ár með minnkandi sókn í laxinn og samhenginu þar. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur verið duglegur við að benda á þetta en hans athugasemdir virðat ekki hafa náð inn í klúbb auðmannanna.
![]() |
Færri net í Ölfusá Sigur fyrir laxinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2025 | 08:50
Upp með krókana - Dýraníðingar.
Auðmennirnir vilja fá að halda dýraníði sínu áfram og til að auka hag sinn vilja þeir að bændum verði bannað að nýta hlunnindi sín . Þar sem undirritaður þekkir til hefur laxagengd síður en svo verið lakari í ár en undanfarin ár, amk. er veiði þar talsvert meiri það sem af er sumri en á sama tímabili síðustu ár. Þó að fiskurinn sjái við brellum prikveiðimanna sem reyna að narra laxinn á króka sína til þess eins að njóta þess að hann engist á hinum enda línunnar er ekki endilega mælikvarði á laxagengd. Nær væri að banna dýraníð prikveiðimanna þannig að fiskurinn eigi ekki á hættu að verða fyrir pyndingakrókum prikaranna þegar hann syndir um. Mannskepnan sem og aðrar skepnur hafa hins vegar veitt sér til matar gegnum tíðina og ekki ástæða til að ætla að það muni breytast. En það mætti banna með lögum að leika sér að matnum.
![]() |
Sölubann, sleppiskylda og upp með netin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2025 | 18:45
Litla-Laxá útundan.
Þessi úrskurður sýnir svart á hvítu þjónkun við auðmenn sem vilja fá að ráðskast með aðra og stunda sinn bissness á kostnað annarra. Mikill misskilningur að halda að þessum Mammonspúkum sé svo annt um náttúruna, hvers vegna eru þeir þá að kvelja fiskinn ? Nei þetta snýst bara um peninga og ekkert annað. En ef þau rök eiga að halda að uppruni vatnsins eigi að ráða hvar ósmörkin eru eins og niðurstaða nefndarinnar er, hvar er þá ós Litlu-Laxár ? Þessar þrjár ár, Hvítá, Litla- Laxá og Stóra-Laxá renna samhliða niður fyrir Iðubrú en Litla-Laxá fær enga hlutdeild í ósinum að mati nefndarinnar. Hún ætti samt samkvæmt þeim rökum sem beitt er við úrskurðinn að eiga miðjuna. En menn verða bara ekki endilega mjög gáfaðir við að ljúka langskólanámi, margir ómenntaðir Bakkabræðurnir hafa nú stigið meira í vitið.
![]() |
Nýr ós Stóru ákveðinn en deilurnar lifa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2025 | 08:46
Byrja á að banna dýraníð.
Undarlegt ef banna á að nýta þau hlunnindi sem netaveiðin er og hefur verið án þess að í staðinn komi bætur sem endurspegla virði hlunnindanna. Enn undarlegra ef bannið er aðeins til þess fallið að dekra dýraníðinga sem ekki geta fundið sér annað að gera en kvelja bráð sína með að draga hana að landi með krókum til þess eins að sleppa henni helsærðri. Sé bannið hugsað sem náttúruvernd hlýtur það að ná til allra veiðiaðferða og þar með ná yfir þá sem veiða sér til matar sem og hinna sem veiða sér til skammar.
![]() |
Dramatísk aðgerð að banna veiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2025 | 09:36
Dýraníðingar.
Væri ekki nær að banna dýranóðingum að skemmta sér við að kvelja fiskinn? Ekki þyrir það nú stórmannlegt að skemmta sér við að krækja í bráð sína til að láta hana engjast á hinum enda línunnar meðan hún er dreginn að landi. Svo losa þessir dýraníðingar fiskinn af agnhaldsbúnum krækjum sínum og henda honum aftur í ána og enginn er til vitnis um hvernig honum reiðir af. Brottkast úti á hafi er refsivert og sama ætti að gilda um veiðar í ám og vötnum. Tímabært er að þett lið sem hefur ekkert annað að gera en að hegða sér svona villimannslega láti afskiptalaust þá sem nýtt hafa hlunnindi sín til matar og veiða með mun mannúðlegri aðferðum en prikum með krækjum á endanum. Það má líka spyrja sig að því hvort fiskur sem búið er að kvelja með prikkrókum hafi bara ekki vit á að snú alls ekki til baka í vegferð sinni til að komast hjá pyndingunum. Alveg væri það upplagt að fyrirtæki í landeldi á laxi seldu þessum prikveiðimönnum aðgang að kerjunum þar sem þeir gætu fengið að veiða að vild þar sem allt þar er drepið hvort eð er. Látið þið nú allir Jóakimar hlunnindabændur bara í friði og haldið áfram að telja aurana ykkar sem ekki hefur alltaf verið aflað með fallegum hætti.
![]() |
Hafró og Fiskistofa hysji upp um sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2025 | 23:29
Í Sovét forðum........og síðar í Rússlandi.......
var þetta ekki flókið, bara ein ríkistegund.........og hún yfirleitt ekki til. Þetta virðist vera svipað þarna.
![]() |
Fríhöfnin eins og sovésk verslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2025 | 17:50
Vantar upp á lesskilninginn ?
Langt er síðan ljóst var að núverandi Seðlabankastjóri þarf textavél en svo virðist sem eitthvað vanti upp á lesskilninginn hjá honum líka. Það er skýrt kveðið á um í tvennum lögum sem eru í fullu gildi að seðlar og mynt gefin út af Seðlabanka Íslands skulu tekin á fullu ákvæðisvirði í viðskiptum hér á landi. Um er að ræða lög um Seðlabanka Íslands og lög um gjaldmiðil Íslands. Einu takmarkanirnar eru að seljendum er ekki skylt að taka við hærri upphæð í sleginni mynt en 500 krónum í hverjum viðskiptum. Það vantar hins vegar talsvert upp á að embættismenn í landinu sem eru á launum hjá skattgreiðendum vinni fyrir kaupinu sínu og framfylgi gildandi lögum.
![]() |
Gæti orðið skylda að taka við reiðufé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar