Færsluflokkur: Bloggar
20.8.2021 | 15:50
Að lifa með veirunni.
Nú er ljóst að faraldurinn verður ekki kveðinn í kútinn alveg á næstunni amk. en er farinn að líkjast inflúensu eða kvefi. Af fréttum að dæma verða þeir sem bólusettir eru almennt ekki alvarlega veikir, finna aðeins fyrir vægum einkennum eða jafnvel engum. Einhverjir hljóta þó að veikjast alvarlega eins og gerist með alla kvilla. Þverhausarnir sem kjósa að láta ekki bólusetja sig eiga hins vegar á hættu að veikjast alvarlega og lenda á gjörgæslu í öndunarvél og kveðja þetta jarlíf jafnvel að fullu, sem við gerum reyndar öll að endingu. Það lifir víst enginn lífið af. Er ekki orðið tímabært að læra að lifa með þessari veiru, viðhalda persónubundnum sóttvörnum, þ.e. almennt gott hreinlæti og sprittun, innvortis sem útvortis til framtíðar ? Hætta forræðishyggjunni og láta fólk bera sjálft ábyrgð á sínu hreinlæti og sóttvörnum ? Þeir sem þverskallast við að láta bólusetja sig verða þá að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að veikjast alvarlega eða jafnvel drepast í prinsippi sínu. Kannski ekki sanngjarnt að samborgararnir sem hafa látið bólusetja sig og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni eigi að greiða fyrir umönnun þeirra sem þjást af slíkri þrjósku að hún dragi þetta fólk jafnvel til dauða. En það er ekki amaleg grafskrift ,,þrjóskaðist til bana,, og andlátstilkynningin gæti þá verið td. ,,andaðist á þverplankanum,, . Kannski viðeigandi að viðkomandi fái svo legplanka þvert á leiði sitt frekar en legstein.
![]() |
Von á nýjum reglum um sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2021 | 12:05
Stendur fyrir.........
Altjóns Skæruliðasamtök Íslands. Betra væri að aflýsa samtökunum bara í heild sinni.
![]() |
Þing ASÍ frestast aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2021 | 10:13
Betur ef það hefði gengið eftir.
En þá hefði sennilega einhver annar með álíka kommúníska tilburði hreiðrað um sig í staðinn.
![]() |
Svandís ætlaði aldrei í stjórnmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2021 | 10:10
Spákúlurnar.
Hvað á Landsbankinn margar kristalkúlur til að góna inn í ? Eða nota spákonurnar þar líka spil og reykelsi ? Handhægt verður fyrir spákonurnar og spákarlana þegar nýju snobbstöðvarnar verða tilbúnar að rölta yfir götuna til Hrungeirs á Svörtuloftum og spyrja hann einfaldlega hvað hann ætlar að gera eftir nokkra daga í vaxtamálunum. Flokkast svona spágutl virkilega undir vinnu sem greidd eru laun fyrir ?
![]() |
Spá óbreyttum stýrivöxtum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2021 | 10:01
Tækifæri í greiðslumiðlun.
Nú er lag að stokka greiðslumiðlun algjörlega upp. Leggja reiðufé að langmestu leyti af. Hver þegn fái innláns og kortareikninga hjá Seðlabankanum þar sem ekki eru rukkuð himinhá korta og þjónustugjöld. Þannig færist slíkt frá viðskiptabönkunum sem virðast hvort eð er vera að loka öllum útibúum sínum og eru þeir að verða búnir að gera sjálfa sig ónauðsynlega. Bankarnir eru reyndar löngu hættir að þjónusta almenning sem er í viðskiptum við þá. Lengi hafa þeir aðeins litið á almenning sem tekjulind og ekkert annað. En fjandi eru þeir rassíðir sem fengu verkefnið sem vísað er til í fréttinni, búnir að vera að gaufa við þetta í tvö ár.
![]() |
Þjóðaröryggisráð fundar um kortafyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2021 | 10:10
Fyrir þá sem nálgast Blómabrekkuna.
Þetta er sennilega vænlegasti kosturinn fyrir þá sem nálgast Blómabrekkuna en þeir sem eru að komast á eftirlaunaaldur þurfa að huga að því hvernig þeir geta haft það sem best þar til þeir verða kallaðir í brekkuna handan við móðuna miklu. Það hefur undanfarið læðst að mér sú hugsun að ég sé bara helvítis laumukommi og ég verð sannfærðari með hverjum deginum. Það er kannski ekki allt gómsætt á hlaðborði FF en þó ekki eingöngu úldið og illa lyktandi eins og hjá hinum flokkunum.
![]() |
Jakob Frímann til liðs við Flokk fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2021 | 18:21
Flöskuhálsinn.
Það er gott að taka viljann fyrir verkið. Fyrir uþb. þremur áratugum stóð BM Vallá fyrir miklum útflutningi á Hekluvikri frá Þorlákshöfn og var stórhuga maður þar driffjöðurin sem nú er látinn. Sá rekstur skrimti á því að hægt var að hlunnfara bílstjórana sem keyrðu vikurinn til Þorlákshafnar, oft bændur eða einyrkjar sem áttu vörubíla sem vantaði verkefni fyrir. En ekki hefði það nægt til að fá dæmið til að ganga upp. Skipin sem fluttu þetta út voru stórflutningaskip sem fluttu hráefni til stóriðju á Íslandi og hefðu ella siglt galtóm frá landinu. Fraktin sem greidd var fyrir flutninginn á þessu var samtala olíukostnaðar og hafnargjalda þannig að útgerðin bar í raun ekkert úr býtum nema að dekka olíukostnaðinn við að koma skipum sínum aftur í lestunarumhverfi. Vera má að hægt sé að ginna einhverja til að keyra vikrinum frítt til Þorlákshafnar en milljón tonna pláss í annars galtómum stórflutningaskipum á ársgrundvelli held ég að finnist ekki í leið Þorlákshafnar. Stundum er gott að kynna sér söguna áður en vaðið er út í vitleysuna. En kannski hafa hlutirnir breyst eitthvað ?
![]() |
Flytja út milljón tonn af vikri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2021 | 10:27
Lögmannaflokkurinn.
Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn alvöru stjórnmálaflokkur sem státaði af þingmönnum með fjölbreyttan bakgrunn. Þetta var flokkur sem framtakssamir einstaklingar, hugsjónamenn einkaframtaksins fundu sér stað í. Nú hefur þessi flokkur verið gjöreyðilagður en þar er helst að finna í þingsetu lögfræðinga sem flestir fæddust með silfurskeið í öllum opum og hafa búið við ofdekur frá fæðingu. Þeir hafa því engan skilning á hvað er að komast áfram af eigin verðleikum. Ekki er nú formaðurinn þar undanskilin. Þessi flokkur hefur ekki frekar en aðrir nokkra tengingu lengur við almenning og þá lífsbaráttu sem hinn almenni borgari þarf að há. Sama hvar borið er niður er aumingjavæðingin í fyrirrúmi og ekki virðist neinn flokkur hafa nokkra tilhneigingu að hverfa af þeirri braut. Í komandi kosningum er sennilega illskást að beita bara úllendúllendoff aðferðinni eða skíta sig bara ekkert úr við að mæta á kjörstað.
![]() |
Þurfi að ræða stöðu Bjarna í forystu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2021 | 09:36
Spásnilli rasslærðra.
Það fer vel á að sýna mynd af austantjaldsfátæklingum á taxtalaunum við verðmætasköpun með frétt af spásnilli rasslærðra hálaunamanna veltandi gullkálfinum á milli sín sem baular til þeirra um framtíðarhorfur Mammonsgilda. Hvaða máli skiptir það fyrir hinn venjulega verðmætaskapandi mann hvort verðbólguspá þeirra sem engin verðmæti framleiða en eru á margföldum launum hinna sé 4,2 eða 4,3 prósent ? Það skilur amk. ekki milli feigs og ófeigs.
![]() |
Spá lækkun verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2021 | 11:25
Önnur skip Færeyja ?
Engar fréttir um að önnur skip Færeyinga séu með sams konar búnað ? Skipið skartar fallegu nafni heimahafnar.
![]() |
Nýr búnaður bæti öryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar