16.2.2019 | 11:50
Costco heilkennið
Í Costco má fá ýmislegt sem vandfundið er annars staðar eins og frosna sjávarrétti sem eru þó ekkert ódyrari en þar sem þeir finnast annars staðar. Kjötmeti þar er dýrara en annars staðar og þó það líti vel út í pökkunum sem allir eru í yfirstærð hefur það oftar en ekki valdið vonbrigðum þegar þeir eru opnaðir. Ávextir og grænmeti er eitthvað sem ekki er ástæða til að eltast við þar enda jafngott eða betra að gæðum annars staðar á jafnvel hálfu Costco verði, og hægt að kaupa það magn sem hentar. Hins vegar verður ekki tekið af Costco að hreinlætisvörur eins og salernispappír og handþurrkur eru hvergi á betra verði en þar m.v. gæði og allt í góðu að eiga slíkan varning til ársnota í skúrnum, ég tala nú ekki um fyrir þá sem glíma við mjúkar hægðir. Þá er alls kyns óþarfi á góðu verði þar, óþarfi sem maður kaupir annars ekki. Ekki má gleyma hinum glæsilegu sushi bökkum sem ekki eru bara í yfirstærð heldur bitarnir sjálfir líka, því miður er stækkunin öll í hrísgrjónunum. Verst er þó að þeir eru algjörlega bragðlausir og því engan veginn sambærilegir við það sem boðið er upp á víðast hvar annars staðar. En til er fólk sem trúir því að ALLT sé best og ódýrast í Costco. Sagt er að maður eigi ekki að skipta sér að trú og pólitískri rétthugsun annarra og megi ég því eiga skömm fyrir.
![]() |
Grænmetismarkaðurinn jafnar sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 16. febrúar 2019
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 9
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 287
- Frá upphafi: 129887
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 233
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar