29.3.2019 | 12:03
Ættu að vera endurskoðendur.
Skiptastjórar ættu að vera endurskoðendur en ekki lögfræðingar eðli málsins vegna.
![]() |
Gagnrýna skipun skiptastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2019 | 09:44
Trygging einnar vélar borgar ekki gjöld hinna.
Isavia hélt aðeins einni vél sem tryggingu fyrir uppgjöri á göldum allra véla sem WOW var með í notkun. Afar hæpið að Isavia nái að fá greidd óuppgerð gjöld nema aðeins vegna þessarar einu vélar. Hver vél er yfirleitt í eigu sérstaks eignarhaldsgélags sem er oft undir móðurfyrirtæki sem leigir þær út. Þetta er alþekkt í flutningastarfsemi á alþjóðavísu. Félagið sem á þá vél sem Isavia hefur hald í ber ekki ábyrgð á gjöldum hinna válanna sem flognar eru burt. Gjöld vegna þeirra eru því Isavia töpuð. WOW átti engar vélar. Tímabært að fréttamenn og þó sérstaklega Isavia fari að átta sig á þessu. Þá er óþolandi að forsvarsmenn opinberra fyrirtækja, jafnvel þó þau seu OHF komist upp með að svara engu um rekstur þeirra til almennings, sérstaklega þegar þeir eru búnir að gera svo hressilega í sig að tekur áratugi að losna við fnykinn. Bæði Isavia og Samgöngustofa hafa sýnt almenningi mikinn hroka varðandi WOW en bæði þessi opinberu fyrirtæki áttu í raun að vera búin að stöðva þennan vitleysisgang fyrir mörgum mánuðum. Það þarf að moka út á báðum stöðum og láta forsvarsmenn þessara fyrirtækja bera það fjárhagslega tjón sem þeir hafa valdið að því marki sem þeir hafa bolmagn til í ljósi þeirra launa sem þeir hafa vegna gríðarlegrar ábyrgðar í starfi.
![]() |
Allar vélarnar á jörðu niðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 29. mars 2019
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 8
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 286
- Frá upphafi: 129886
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 232
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar