Trygging einnar vélar borgar ekki gjöld hinna.

Isavia hélt aðeins einni vél sem tryggingu fyrir uppgjöri á göldum allra véla sem WOW var með í notkun. Afar hæpið að Isavia nái að fá greidd óuppgerð gjöld nema aðeins vegna þessarar einu vélar. Hver vél er yfirleitt í eigu sérstaks eignarhaldsgélags sem er oft undir móðurfyrirtæki sem leigir þær út. Þetta er alþekkt í flutningastarfsemi á alþjóðavísu. Félagið sem á þá vél sem Isavia hefur hald í ber ekki ábyrgð á gjöldum hinna válanna sem flognar eru burt. Gjöld vegna þeirra eru því Isavia töpuð. WOW átti engar vélar. Tímabært að fréttamenn og þó sérstaklega Isavia fari að átta sig á þessu. Þá er óþolandi að forsvarsmenn opinberra fyrirtækja, jafnvel þó þau seu OHF komist upp með að svara engu um rekstur þeirra til almennings, sérstaklega þegar þeir eru búnir að gera svo hressilega í sig að tekur áratugi að losna við fnykinn. Bæði Isavia og Samgöngustofa hafa sýnt almenningi mikinn hroka varðandi WOW en bæði þessi opinberu fyrirtæki áttu í raun að vera búin að stöðva þennan vitleysisgang fyrir mörgum mánuðum. Það þarf að moka út á báðum stöðum og láta forsvarsmenn þessara fyrirtækja bera það fjárhagslega tjón sem þeir hafa valdið að því marki sem þeir hafa bolmagn til í ljósi þeirra launa sem þeir hafa vegna gríðarlegrar ábyrgðar í starfi.


mbl.is Allar vélarnar á jörðu niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég veit ekki með aðra en það er fáránlega krafa af Isavia að krefja eiganda flugvélarinnar um að borga skuldir wowair til að losa vélina, svona vitleysisgangur mun skaða land og þjóð enn meira.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.4.2019 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 116353

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband