Ekki sama hver er.

Á sama tíma og forsvarsmenn Isavia leyfðu vanskilum WOW að safnast í yfir 2 milljarða var flugvél í eigu flugfélagsins Arna (Ernir)kyrrsett vegna vanskila upp á tæpar 100 milljónir. Voru Ernir ekki eins þjálfaðir í að kaupa sér þægindi og vandamálalausnir með sporslum til áhrifaaðila og WOWararnir?


mbl.is Lét vanskil viðgangast mánuðum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verulega ámælisvert ?

Það sem er verulega ámælisvert er að ekki sé fyrir löngu búið að gera þeim aðilum hjá Isavia og hugsanlega fleirum sem bera ábyrgð á klúðrinu að hypja sig af vinnustaðnum til frambúðar. Þeir hafa jafnvel látið hafa eftir sér að þeir muni fara eins að komi svona staða upp aftur. Hafa forsvarsmenn opinberra stofnanna og OHF félaga ótakmarkað leyfi til að valda stórtjóni án nokkurra eftirmála? Allt í boði almennings ?


mbl.is „Verulega ámælisverð“ niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá þarf að moka flórinn og ná upp í tjónið.

Niðurstaða sem öllum mátti vera ljós í upphafi, þú kyrrsetur ekki eigur einhvers fyrir skuldum annarra. Nú þarf að fara með stækkunarglerið á það bæði hjá Isavia og alla leið upp í ráðuneyti hverjir eru ábyrgir fyrir þessu klúðri. Að sjálfsögðu á að reka þá með skömm og hýrudraga þá. Þá ætti að stefna þeim og sækja til þeirra persónulega það tjón sem þeir hafa valdið skattgreiðendum með þessum fábjánagangi. Hafa verður í huga að fyrst var hinu tæknilega gjaldþrota WOW liðið að safna upp verulega óeðlilega háum skuldum sem skekkti samkeppni á þessum markaði. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hvernig stjórnendur Isvia mega hegða sér. Einverjir reyna að blása út að fækkun ferðamanna sé að verulegu leyti vegna falls WOW en það mátti öllum vera ljóst að þeim hlaut að fækka ef enginn vildi greiða fyrir þá stærstan hluta fargjaldanna til og frá landinu eins og Isavia gerði um margra mánaða skeið með því að líða WOW veruleg vanskil langt umfram það sem eðlilegt gat talist og nú verður reikningurinn sendur til skattgreiðenda. ALC mun svo væntanlega gera kröfu á að fá tjón sitt vegna kyrrsetningarinnar bætt og ættu vanvitarnir hjá Isavia að bera það tjón sjálfir persónulega.  


mbl.is ALC leggur Isavia og fær þotuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2019

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 519
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband