28.7.2019 | 20:16
Flugvallargjöldin burt!
Stjórnendur Isavia hafa eftir að hafa tapað 2 milljörðum frá sér vegna fáranlegrar lánagreiðslu til WOW reynt að réttlæta gjörðir sínar með því að fullyrða að aðrar tekjur af farþegum WOW hafi numið talsvert hærri fjárhæðum en sem því tapi nam. Eftir á að koma í ljós hvað þarf að greiða í skaðabætur. Forstjórinn vísaði m.a. til að hafa selt þessum farþegum mat fyrir meira en 2 milljarða meðan WOW var tengt öndunarvél Isavia. Isavia er ekki að selja mat þó Skagfirska mafían sé leigutaki Isavia á vellinum í því hlutverki. Sérstakt verður þó að teljast að Isavia sem ekki gat einangrað gjöld hinnar kyrrsettu vélar frá því sem heildarskuld WOW hljóðaði upp á telur sig geta brotið upp í smæstu einingu hvað hver WOW farþegi át og drakk fyrir mikið á vellinum. WOW farþegar voru ódýrustu farþegarnir sem ekkert skildu eftir þar fyrir utan enda fengu þeir fargjöldin nánast gefins frá íslenskum skattgreiðendum. En fyrst Isavia græðir svona mikið á að selja farþegum mat og drykk á vellinum hvers vegna eru þá hin eiginlegu flugvallargjöld ekki bara felld niður?
![]() |
42,8% veltu KEF ekki af flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2019 | 10:25
Hvað er milljörð?
Hægt að afsaka það ef aðfluttur útlendingur skrifaði þessa frétt. En milljarður beygist ekki eins og jörð. Þarf kannski að leggja meiri áherslu á Íslenskukennslu í fjölmiðlafræði og fella grimmar þá sem ekki geta komið fréttum frá sér þokkalega skammlaust. Allt of oft eru fréttir nú til dags svo vitlaust skrifaðar að ekki er nokkur leið að skilja þær. amk. ekki fyrir "gamlingja" eins og mig.
![]() |
Flugfreyjur krefjast milljarðar úr þrotabúi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 28. júlí 2019
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 7
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 285
- Frá upphafi: 129885
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 231
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar