18.11.2020 | 10:22
Þola bankarnir áhlaup?
Innlánsvextir á almenna sparifjárreikninga voru komnir niður í 0,05% þó útlánsvextir bankanna hafi ekki hreyfst jafnmikið niður við vaxtalækkanir Seðlabankans. Verðbólga er opinberlega yfir 3,5% og raunverðbólga talsvert meiri þannig að þeir sem eiga fé eru að tapa. Nú eru ríkisbankarnir tveir að hækka útlánsvexti þrátt fyrir frekari lækkun stýrivaxta. Mammon ræður greinilega ríkjum í græðgismusterum landsins. Það kæmi mér ekki á óvart að nafnvextir á innlánsreikningum verði neikvæðir í kjölfarið. Fari innlánsvextir alveg niður í núll er enginn ávinningur að geyma þá í musteri Mammons og verði það raunin eða verði jafnvel neikvæðir þá er ljóst að sparifjáreigendur muni rífa fjármuni sína út og geyma í reiðufé hvar sem þeir finna smugu til að geyma þá, nema almennt eyðslufyllerí heltaki þá sem er frekar ólíklegt. Þetta mun þó valda minni kortanotkun og meira magni reiðufjár í notkun. Kjöraðstæður skapast fyrir þá sem þurfa að fela fé. En munu bankarnir þola það ef sparfjáreigendur gera áhlaup á bankana, hvað ef helmingur sparifjáreigenda reynir að taka sitt sparifé út ? Hverjir verða höfuðpaurarnir í nýju efnahagshruni? Er þetta öll snilldin sem býr í hugarheimi peningastefnunefndar og stjórnvalda ?
![]() |
Lækka stýrivexti niður í 0,75% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 18. nóvember 2020
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 123
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar