Þola bankarnir áhlaup?

Innlánsvextir á almenna sparifjárreikninga voru komnir niður í 0,05% þó útlánsvextir bankanna hafi ekki hreyfst jafnmikið niður við vaxtalækkanir Seðlabankans. Verðbólga er opinberlega yfir 3,5% og raunverðbólga talsvert meiri þannig að þeir sem eiga fé eru að tapa. Nú eru ríkisbankarnir tveir að hækka útlánsvexti þrátt fyrir frekari lækkun stýrivaxta. Mammon ræður greinilega ríkjum í græðgismusterum landsins. Það kæmi mér ekki á óvart að nafnvextir á innlánsreikningum verði neikvæðir í kjölfarið. Fari innlánsvextir alveg niður í núll er enginn ávinningur að geyma þá í musteri Mammons og verði það raunin eða verði jafnvel neikvæðir þá er ljóst að sparifjáreigendur muni rífa fjármuni sína út og geyma í reiðufé hvar sem þeir finna smugu til að geyma þá, nema almennt eyðslufyllerí heltaki þá sem er frekar ólíklegt. Þetta mun þó valda minni kortanotkun og meira magni reiðufjár í notkun. Kjöraðstæður skapast fyrir þá sem þurfa að fela fé. En munu bankarnir þola það ef sparfjáreigendur gera áhlaup á bankana, hvað ef helmingur sparifjáreigenda reynir að taka sitt sparifé út ? Hverjir verða höfuðpaurarnir í nýju efnahagshruni? Er þetta öll snilldin sem býr í hugarheimi peningastefnunefndar og stjórnvalda ?


mbl.is Lækka stýrivexti niður í 0,75%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jafnvel þó allir á Íslandi myndu reyna að taka innlán sín út úr bönkum þá gætu þeir aldrei tekið út nema að hámarki 40 milljarða sem er það magn af seðlum og mynt sem er í umferð. Eftir það myndi þurfa að loka fyrir frekari úttektir, eða seðlabankinn að láta prenta meiri seðla til að setja í umferð ef hann svo kýs.

Hvaða áhrif hefði það á banka ef allir flykktust til að taka út innlán sín? Til að átta sig á því er mikilvægt að hafa í huga að innlán eru bókfærð sem skuldir á efnahagsreikningi banka. Því meira sem innlánseigendur taka út, því minni verða skuldir bankans. Bankinn verður með öðrum orðum betur stæður (en með minni arðsemi eigin fjár).

Það sem raunverulega gæti skaðað banka er ef eignir hans rýrna verulega, en hér á landi eru það fyrst og fremst útlán. Þau rýrna ef lántakendur standa ekki í skilum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2020 kl. 13:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Á hefðbundum veltureikningi eru innlánsvextir 0.05% - en sé hann á yfirdráttarláni eru vextirnir 8.5%.
Annars tekur því varla fyrir ellilífeyrisþega að eiga innstæðu, eins gott að geyma það undir koddanum því ekki nóg með að innstæðan heldur ekki í verðbólgu því að auki skerðast eftirlaun TR fari hún fram yfir ákveðin mörk.  Hér áður bættu innlánsvextirnir upp þá skerðingu en gera það ekki lengur.

Kolbrún Hilmars, 18.11.2020 kl. 15:19

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Guðmundur, en þegar áhlaup á banka gerast þá gerast þau á augabragði í örvæntingu þeirra sem reyna að bjarga sínu. Svo verður að hafa í huga hvers virði eignasafn þeirra er en ekki er víst að það standi fyrir sínu. En það er hins vegar spurning þegar innlánsvextir eru komnir nálægt núllinu hvort það sé áhættunnar virði að geyma sparifé sitt í fórum bankamanna, þó Íslendingar séu almennt með gullfiskaminni þá eru einhverjir enn sem muna árið 2008.

Kolbrún, fyrir ellilífeyrisþega sem búa við skerðingar vegna eigna þá er það ekki lengur spurning að eiga stóran og eldtraustan skáp og gott vopnabúr á sama stað, spila sig síðan sem öreiga sem ekki eiga til hnífs og skeiðar. Svo geta þeir á grundvelli elliglapa bara hafa steingleymt því alveg óvart að hafa átt eitthvað pínulítið í leynihólfinu. Þegar viðkomandi hrekkur svo upp af geta erfingjarnir líka komist hjá greiðslu erfðafjárskatts þannig að þetta er allt bara í plús. Annað eins hefur nú gerst, bráðungur fjármálaráðherrann gleymdi því tam. að hann ætti íbúð í Macao. Það hreyfði samt ekki hans stöðu, alsaklaus maðurinn með hvíta silkivængi og þröngan geislabaug, bara örlítið gleyminn greyið. Yfirdráttarvextirnir eru svo allt önnur ella og bankamenn yfir höfuð ekki viðræðuhæfir um þá.

Örn Gunnlaugsson, 18.11.2020 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband