Lögfræðingana líka.

Það er engin þörf á lögverndun starfsheitis lögfræðinga eða lögmanna. Hvers vegna ætti ég ekki að mega fá einhvern félaga minn sem ég treysi til að reka dómsmál fyrir mig ? Hvers vegna á ég að vera undir það seldur að ráða fokdýran aðila til starfans sem er ekkert endilega hæfari en verðleggur sig tífalt á við það sem eðlilegt getur talist ellegar reka málið sjálfur? En ráðherran mun nú væntanlega passa upp á að vernda það starfheiti sem hún hefur menntað sig til sjálf.


mbl.is Vill hætta lögverndun hag- og viðskiptafræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Starfsheitið "lögfræðingur" er alls ekki lögverndað. Aftur á móti er "lögmaður" sá sem hefur aflað sér réttinda til málflutnings fyrir dómstólum.

Ástæða þess að þú mátt ekki fá einhvern félaga þinn sem þú treystir til að reka dómsmál fyrir þig er að þá er ekkert sem tryggir þig fyrir því að hann hafi nokkurt vit á því sem hann er að gera. Svo eru slíkir menn ekki bundnir af siðareglum lögmanna og lögmannafélagið sem er lögbundinn eftirlitsaðili ekki beitt slíka menn agaviðurlögum. Ef eitthvað bregður út af til dæmis einfaldur hlutur eins og að vanrækja að skila tilteknum gögnum á réttum tíma, sem er meðal algengra mistaka þeirra sem ekki eru löglærðir, þá geta þeir hagsmunir sem þú átt af málinu farið algjörlega forgörðum með óafturkræfum hætti og þá er engin starfsábyrgðartrygging sem þú getur sótt bætur úr.

Til samanburðar myndir þú varla setjast upp bíl hjá próflausum og ótryggðum ökumanni, því sama hversu vel þú treystir honum áttu engan rétt á bótum ef þið lendið í slysi.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.11.2020 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 583
  • Frá upphafi: 116330

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 476
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband