21.12.2020 | 20:39
Hver er ábyrgð slökkviliðsins ?
Fyrir tveimur árum varð stórbruni í atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir rekstraraðila eins hluta húsnæðisins um upplýsa slökkviliðið um að þar væri eldsmatur sem framleiddur væri úr olíuefnum sýndi slökkviliðið engan vilja til að kljást við eldinn með þær upplýsingar á borðinu. Í raun var enginn áhugi á að hlusta á rekstraraðila í húsinu og hagaði slökkviliðið aðgerðum þannig að aðeins var til að tryggja að allt myndi brenna sem brunnið gat en ótrúlegur kraftur var lagður í að dæla vatni inn í olíuvöruna sem gerði ekki annað en að halda góðu súrefni í eldinum. Eftir á fullyrti slökkviliðið að það hefði ekki fengið neinar upplýsingar um hvað var í húsnæðinu sem var bara þvættingur. Þeir sem komu að slökkvistarfi voru hins vegar duglegir við mont með myndum af sjálfum sér á vetvangi á facebook. Hver er ábyrgð slökkviliðsins að meðtaka upplýsingar sem rektraraðilar reyna að koma til þeirra ?
![]() |
Hver er ábyrgð húseigenda? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2020 | 13:38
SkrifFinnur og SkrifFinna búa til músastiga.
Þar sem Skrif-Finnur eða -Finna kemur fyrir í fleirtölu er klúður svo það er rétt hægt að ímynda sér ástandið í klúðurverksmiðjunni í Brussel. Allur fréttaflutningur varðandi kaup á bóluefni fyrir Ísland er í besta falli broslegur. Í einu orðinu er sagt frá því að Íslendingar eigi í samningaviðræðum eða hafi gengið frá samningum við hina og þessa bóluefnaframleiðendur. Í öðru orði lítur hins vegar út fyrir að kaupin fari öll fram í gegnum skriffinnana með rassagráðurnar í Brussel. Ef Ísland er að semja við einhverja framleiðendur beint er þá nokkur ástæða til að blanda pappírsskrjáfurunum í Brussel í þetta? Samkvæmt fréttum frá Pfizer voru milljónir skammta tilbúnar til flutnings frá þeim fyrir nokkrum dögum sem þó enginn virtist hafa ágirnst. Víða virðist Þyrnirós sofa. Það sannast alltaf betur að þeir sem eru í pólitík eru þar vegna þess að hvergi annars staðar er eftirspurn eftir þeim og annars staðar er meira að segja ofaukið hér.
![]() |
Fullvissaði Katrínu um bóluefni fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 21. desember 2020
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 130909
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar