Þriðja leiðin og sú harðasta.

Frosti Sigurjónsson reyndi að benda á þetta en var kaffærður í skítkasti á samfélagsmiðlum. Ég er ekki menntaður í heilbrigðisfræðum frekar en hann en lærði að lesa og reikna í barnaskóla, reyndar sama skóla og bekk og Frosti en kannski hefur eitthvað farið forgörðum í þeirri menntun sem við fengum þar. Ég tel þó að við höfum haft alveg afbragðs kennara þar. Það má kannski velta þessu fyrir sér. En í raun eru ekki bara tvær aðferðir. Sú þriðja sem er þó talsvert harðneskjulegri en þessi sem verið er að fara hér með að reyna að mynda þetta svokallaða hjarðónæmi á óraunhæft löngum tíma er að sleppa öllum aðgerðum og láta bara allt samfélagið smitast með ógnarhraða. Miðað við það sem sagt hefur verið þá myndu ca 300.000 fá væg einkenni og 50.000 verða alvarlega veik og þá þriðjungur þeirra sem mun ekki lifa þetta af. Hætt er þó við því að manntjón verði talsvert meira þar sem heilbrigðiskerfið mun ekki ráða við að sinna þeim sem veikjast illa og færi að öllum líkindum algjörlega á hliðina. Eftir stendur spurningin hins vegar hvort þessi "millileið" sem verið er að fara sé raunhæf þar sem hún mun taka það langan tíma að allt atvinnulíf verður þá komið að fótum fram þegar hið svokallaða hjarðónæmi hefur myndast? Munu hinir veikari og eldri svo standa betur að vígi þegar hjarðónæmi er náð, þ.e. eru þeir líklegir til að hafa það af nema í algjörri einangrun frá hinum hvort eð er? Mörgum kann að þykja þessar vangaveltur kuldalegar en ég hef mér það til málsbóta að ég er sjálfur ekki viss um hvoru megin grafar ég myndi lenda yrði þessi harða leið fyrir valinu þó ég viti fyrir víst hvoru megin ég lendi að endingu.


mbl.is Hjarðónæmisaðferðin sætir gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smitpollarnir áfram opnir.

Lélegur leikþáttur yfirvalda gengur út á að loka Íslendinga sem koma frá útlöndum í stofufangelsi en leyfa þeim fávísu túristum sem enn koma hingað að spreða veirunni framan í almenning á landsvísu. Afsökun yfirvalda gengur út á að túristarnir sé ekki í eins miklu samneyti við aðra og innfæddir en sú afsökun heldur ekki vatni. Túristarnir fara víða og eru í samskiptum við nýja þjónustuaðila á hverjum degi. Smitpollurinn í Svartsengi ásamt fjölda álíka staða er enn opinn þessum túristum þrátt fyrir alvarleikann. Íslendingar sem margir hverjir eru settir í sóttkví hafa jafnvel mun minna samneyti við aðra en erlendir túristar. Sjálfur er ég meira innan um aðra þegar ég er erlendis í túristaleik en þegar ég er heima hjá mér á Íslandi. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en hef ekki trú á að búið verði að ná tökum á faraldrinum þegar sumarið verður liðið. Þá verður íslendingum væntanlega leyft að viðhalda ástandinu með að dreifa smiti áfram innanlands þar sem þeir verða þá einu túristarnir sem vaða um allt bara innanlands.  


mbl.is Loka og stytta afgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2020

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 834
  • Frá upphafi: 117583

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 605
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband