Flöskuhálsinn.

Það er gott að taka viljann fyrir verkið. Fyrir uþb. þremur áratugum stóð BM Vallá fyrir miklum útflutningi á Hekluvikri frá Þorlákshöfn og var stórhuga maður þar driffjöðurin sem nú er látinn. Sá rekstur skrimti á því að hægt var að hlunnfara bílstjórana sem keyrðu vikurinn til Þorlákshafnar, oft bændur eða einyrkjar sem áttu vörubíla sem vantaði verkefni fyrir. En ekki hefði það nægt til að fá dæmið til að ganga upp. Skipin sem fluttu þetta út voru stórflutningaskip sem fluttu hráefni til stóriðju á Íslandi og hefðu ella siglt galtóm frá landinu. Fraktin sem greidd var fyrir flutninginn á þessu var samtala olíukostnaðar og hafnargjalda þannig að útgerðin bar í raun ekkert úr býtum nema að dekka olíukostnaðinn við að koma skipum sínum aftur í lestunarumhverfi. Vera má að hægt sé að ginna einhverja til að keyra vikrinum frítt til Þorlákshafnar en milljón tonna pláss í annars galtómum stórflutningaskipum á ársgrundvelli held ég að finnist ekki í leið Þorlákshafnar. Stundum er gott að kynna sér söguna áður en vaðið er út í vitleysuna. En kannski hafa hlutirnir breyst eitthvað ?


mbl.is Flytja út milljón tonn af vikri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögmannaflokkurinn.

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn alvöru stjórnmálaflokkur sem státaði af þingmönnum með fjölbreyttan bakgrunn. Þetta var flokkur sem framtakssamir einstaklingar, hugsjónamenn einkaframtaksins fundu sér stað í. Nú hefur þessi flokkur verið gjöreyðilagður en þar er helst að finna í þingsetu lögfræðinga sem flestir fæddust með silfurskeið í öllum opum og hafa búið við ofdekur frá fæðingu. Þeir hafa því engan skilning á hvað er að komast áfram af eigin verðleikum. Ekki er nú formaðurinn þar undanskilin. Þessi flokkur hefur ekki frekar en aðrir nokkra tengingu lengur við almenning og þá lífsbaráttu sem hinn almenni borgari þarf að há. Sama hvar borið er niður er aumingjavæðingin í fyrirrúmi og ekki virðist neinn flokkur hafa nokkra tilhneigingu að hverfa af þeirri braut. Í komandi kosningum er sennilega illskást að beita bara úllendúllendoff aðferðinni eða skíta sig bara ekkert úr við að mæta á kjörstað. 


mbl.is Þurfi að ræða stöðu Bjarna í forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spásnilli rasslærðra.

Það fer vel á að sýna mynd af austantjaldsfátæklingum á taxtalaunum við verðmætasköpun með frétt af spásnilli rasslærðra hálaunamanna veltandi gullkálfinum á milli sín sem baular til þeirra um framtíðarhorfur Mammonsgilda. Hvaða máli skiptir það fyrir hinn venjulega verðmætaskapandi mann hvort verðbólguspá þeirra sem engin verðmæti framleiða en eru á margföldum launum hinna sé 4,2 eða 4,3 prósent ? Það skilur amk. ekki milli feigs og ófeigs.


mbl.is Spá lækkun verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2021

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 130995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband