18.2.2010 | 07:37
Veikur málstaður.
Er það nú loksins farið að síast inn í kollinn á þessum mönnum hve málstaður þeirra er veikur? Nú sjá þeir fram á að tapa þessu stríði og vilja ólmir gefa eftir bara til að ná einhverju umfram það sem tryggt er með því sem til er í innistæðutryggingasjóði. Eftir að vopnin hafa verið slegin úr höndum nýlendusinnanna Jóhönnu og Steingrími virðast herrarnir í aflandsfjárgeymslunni London vera að átta sig á að nú eru þeir að tapa stríðinu. Auðvitað á að borga það sem innistæðutryggingasjóðurinn stendur undir en ekki krónu meira. Þau mistök Brown og Darling að leggja út fé til að bæta breskum sparifjáreigendum tap sitt er einfaldlega ekki mál Íslendinga. Við eigum ekki að borga fyrir mistök þeirra.
Bretar fallast á eftirgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 125235
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að Icesave lögin hafi einmitt verið um innistæðutryggingasjóðinn, er það ekki svo?
Garðar Valur Hallfreðsson, 18.2.2010 kl. 08:36
Ég hefði sagt að það sé ekki einungis svo að íslendingar eigi ekki að borga krónu vegna gjaldþrots einkabanka, heldur ætti þessi samninganefnd að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalöginn voru völd að. Það tjón gekk langt út fyrir það að hefta starfsemi icesave, öll íslenska þjóðin geldur fyrir það að ósekju.
Magnús Sigurðsson, 18.2.2010 kl. 09:15
Góðir stöndum vörð um landann ekki gera stjórnvöld það, þar á bæ ríkir aumingjaskapur og spilling.
Sigurður Haraldsson, 18.2.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.