Er Hæstiréttur eitthvað ofan á brauð?

Hvernig sem allt fer þá mun "hin norræna velferðarstjórn" verja fjármálafyrirtækin sem gerðust brotleg við lög með kjafti og klóm og láta lönd og leið hagsmuni skuldaranna. Spurningin er hins vegar hvort niðurstöður dómstóla skipta yfir höfuð máli í þessu. Stjórnvöld hafa farið fremst í flokki að leggja blessun sína yfir virðingaleysi gagnvart Hæstarétti með því að aðhafast ekkert gagnvart lögbrjótunum sem ákváðu að bregðast við nýgengnum dómum með því að hunsa þá og gagnrýna niðurstöðu hans. Lögbrjótarnir komust upp með að hunsa Hæstarétt í skjóli þess að niðurstaða hans hentaði þeim ekki. Þar með hefur tónninn verið gefinn, það þarf því enginn að beygja sig undir niðurstöðu sem þar kann að verða frekar en honum hentar. Nú fer hver sínu fram sem honum hentar og svo ræður bara hnefarétturinn. Handónýtir forkólfar stjórnvalda láta glæpalýð komast upp með að misnota réttarkerfið og slíkt hlýtur að kalla á algjört almennt virðingaleysi fyrir dómskerfinu. Ég tala nú ekki um ef hinir handónýtu geldingar stjórnvalda ætla sér líka að setja afturvirk lög sem tryggja rétt krimmanna.


mbl.is Öruggt að dómi verði áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 126
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 116485

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband