24.8.2010 | 16:57
Ákæruvaldið sefur
Ekkert var ólöglegt dæmt í Hæstarétti annað en gengistryggingin. Hinir seku, krimmarnir neita að virða niðurstöðuna og bíða nú hagstæðari niðurstöðu í öðrum dómsmálum. Ákæruvaldið steinsefur í stað þess að taka forsprakka glæpafyrirtækjanna og ákæra þá. Og hin svokölluðu stjórnvöld eru í besta falli stærsti brandari Íslandssögunnar. Þetta hentar í sjálfu sér ekkert illa - ég er sjálfur í stríði við Lýsingu hf. sem neitar að að gera upp samning í samræmi við landslög. Ég á inni hjá SP-fjármögnun hf. jafnvel þótt einhverjir allt aðrir vextir ættu að gilda en samningarnir kveða á um en ekkert bólar á endurgreiðslunni. Landsbankanum er mikið í mun að fá mig úrskurðaðan gjaldþrota vegna gengistryggðs láns sem þeir veittu fyrir fasteignakaupum. En þetta er einkennileg frelsistilfinning - "Þeir einir hafa algjört frelsi sem hafa engu að tapa og slíkt fólk getur verið stórhættulegt!" Ég er einn af þeim. Og ef ég verð dæmdur fyrir eitthvað, þá mun ég bara yppta öxlum og tuldra með mér að dómurinn henti mér ekki. Og væntanlega verð ég orðinn frekar aldurhniginn ef og þegar kemur að mér að sitja inni.... og víst er að talsvert er betur farið með tugthúslimi en gamla fólkið í þessu yndislega landi okkar.
Lýsing ófús að mæta skuldurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 125235
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.