Ekki versti listinn að vera á.

Vanskilaskrá Creditinfo er ekki versti listinn að vera á núna. Það er hins vegar spurning hvar glæpahyskið sem stjórnar fjármálafyrirtækjunum fékk leyfi til að setja fólk á þennan lista sem óráðsíufólk og dreifa út um allar jarðir. Væri ekki nær að lista upp glæpahyskið í fjármálafyrirtækjunum og hafa þann lista aðgengilegan svo hægt sé að vara sig á slíku pakki? Hann gæti kallast Crimeinfo. Auðvitað eru einhverjir á lista Creditinfo sem sem lentu þar vegna eigin verka en langflestir sem lenda á þessum lista í kjölfar hrunsins verða þar vegna verka glæpahyskis fjármálafyrirtækjanna. Nú eru fimm mánuðir frá því Hæstiréttur staðfesti að stjórnendur fjármögnunarfyrirtækjanna gengu gegn lögum 38/2001. Þeir sem brjóta lögin eru lögbrjótar og annað heiti yfir þá er glæpamenn. Fimm mánuðir og engum hefur verið birt ákæra enn. Ákæruvaldið hér á landi er mjög þungt og þreytt þegar kamur að glæpum þessara stórkrimma en þess sprækara þegar einhver ógæfumaðurinn mígur utan í húsvegg eða hnuplar einhverju smáræði til að seðja sárasta hungrið. Kærur sem stórglæpamenn fjármálafyrirtækjanna leggja fram fá nánast flýtiafgreiðslu á sama tíma og kærur lántakenda á hendur sjórnenda fjármögnunarfyrirtækjanna vegna gertækis/ólögmætra vörslusviptinga er stungið undir stól. Svo halda glæpamennirnir í fjármálafyrirtækjunum áfram að þjarma að fórnarlömbum sínum á grundvelli rangra útreikninga og neita að skila því sem þeir hafa oftekið. Svo geta menn spurt sig að því hverjir stjórna í raun réttarkerfinu hér. Er ekki talað um skuggastjórnendur?
mbl.is 101 þúsund vanskilamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 119
  • Frá upphafi: 125323

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband