5.1.2011 | 15:45
Auðvitað.
Þessi glæpamafía telur sig hafin yfir landslög. Stjórnendur þessa fyrirtækis telja sér aðeins skylt að fara eftir þeim reglum sem þeim hentar en ekki þeim sem þeim hentar ekki. Enda er ekki enn búið að birta þessu glæpahyski ákærur fyrir að brjóta lög þó Hæstiréttur hafi fyrir hálfu ári staðfest að þessir aðilar brutu lög. Á svo einhver að bera virðingu fyrir lögunum þegar lögregluyfirvöld og ákæruvaldið aðhafast ekki?
![]() |
Verðtrygging forsenda vaxtakjaranna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 128756
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta sýnir bara hvað Neytendastofa er bitlítið apparat, þegar allt kemur til alls. Þeir geta sagt skamm en svo er Lýsingu, í þessu tilfelli, í sjálfsvald sett hvernig fyrirtækið bregst við skamminu.
Marinó G. Njálsson, 5.1.2011 kl. 17:32
Þeir eru á vissan hátt hafnir yfir landslög. Þeir hafa fengið Árna Pál til þess að búa til úrræði sem gefur þeim skotleyfi á greiðendur og lög sem eru til þess fallin að þeir geti rukkað án afláts án þess að senda hvert einasta mál fyrir dóm.
Ef það er ekki að vera yfir lögin hafin þá veit ég ekki hvað það er...
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 17:41
Það virðist ekki skipta fjármálafyrirtækin nokkru máli hvað yfirvaldið heitir, þau fara sínu fram eftir sem áður. Enda er þessum skurkum ekki refsað á nokkurn hátt fyrir að brjóta lögin.
Alla sigra sem almenningur vinnur gegn þessum fyrirtækjum vinna núverandi stjörnvöld ötullega af að gera að engu. Sjá nýsett ólög Árna Páls. Ég held að Idi Amin hafi ekki einu sinni verið svona kræfur.
Örn Gunnlaugsson, 5.1.2011 kl. 18:07
Enda munu lögin hans Árna Páls falla. Þegar það kemur til takana hjá dómstólum.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.