Smánarlaun - í hvaða samhengi?

Þegar menn tala um smánarlaun verður að setja þau laun í samhengi við framfærslukostnað. Algeng mánaðarlaun háseta á flutningaskipi í alþjóðlegu umhverfi voru rúmir USD 1.000 fyrir uþb. 15 árum síðan og hafa þokast upp á við síðan. Það eru ekki há laun með tilliti til framfærslukostnaðar á Íslandi. Hins vegar hafa slík launakjör fært fólki frá fátækustu löndum heims þar sem framfærslukostnaður er brot af því sem við þekkjum ríkidæmi. Verkamaður í Kína með CNY 2.000 eða um ISK 35.000 hefur sennilega talvert betri framfærslu í sínu heimalandi en verkamaður á lágmarkslaunum á  Íslandi. Svo geta menn spurt sig að því hverju verkalýðsforingjar á Íslandi með á aðra milljón í mánaðarlaun plús óendanleg fríðindi hafa áorkað fyrir umbjóðendur sína sem lifa við fátækramörk. Við skulum líka athuga það að þeir sem greiða ofurlaun verkalýðsforingjanna eru þeir sem lifa við fátækramörk. Annars má skoða launataxta sem Alþjóðaflutningaverkamannasambandið (ITF) hefur einhliða ákvarðað á heimasíðu sinni:

http://www.itfglobal.org/files/extranet/-1/9354/ITF%20Standard%202008.pdf

Þessir taxtar eru þó lægri en það sem almennt er greitt á skipum sem gerð eru út frá V-Evrópskum löndum með erlendar áhafnir. Hvað skyldi íslenski hásetinn fá fyrir launin sín á Íslandi samanborið við hvað hásetinn frá Filippseyjum fær fyrir launin sín í sínu heimalandi? Er ekki rétt að skilgreina svo smánarlaun út frá þessu?


mbl.is Vilja að Alcan skipti við íslenskt skipafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 497
  • Frá upphafi: 116343

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband