Atvinnubótavinna?

Nei , ekki einu sinni atvinnubótavinna, því þetta getur engan veginn flokkast undir vinnu. Í gegnum tíðina hef ég leitað til þriggja sendiráða til að fá aðstoð varðandi viðskiptatengsl. Ekkert kom út úr því annað en fyrirhöfnin fyrir mig. Fyrir nokkrum árum leitaði ég til sendiráðsins í Japan og óskaði eftir að þeir kæmu mér í samband við aðila sem gætu útvegað túlkaþjónustu eða gæfu mér upplýsingar um hvar ég gæti keypt slíka þjónustu. Fimm vikum síðar þegar ég fékk svar um að þetta gæti sendiráðið ekki gert var ég búinn að fara út til Japan og eiga mín viðskipti með túlk sem ég komst í samband við gegnum íslenskt fyrirtæki og kominn heim aftur. Ef sendiráðin geta ekki einu sinni liðsinnt mönnum með svona einfalda hluti er ekki við því að búast að eitthvað sé verið að gera sem skiptir þjóðina máli á þessum hvíldarheimilum. Miklu ódýrara væri að hafa utanríkisþjónustuna á atvinnuleysisbótum hér heima. En sumum þarf að koma fyrir í svona "plássum" þar sem þeir hinir sömu virðast ófærir um að stunda ærlega vinnu.
mbl.is Afhjúpar tilgangsleysi sendiráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta er og var viðtekin venja að senda útbrunna atvinnupólitíkusa í sendiráð á feikna launum því jú eitthvað varð að gera við þessa aumingja sem ekki gengu lengur í starfi hér heima.

Þetta kallast eins og ég hef oft sagt einkavinavæðing og spilling fjórflokksins, þessu verðum við að eyða ásamt stjórnleysinu sem hér ríkir því að allir sem komast í völd hjá fjórflokknum eru sjálfkrafa orðnir spillingarnautar!

Sigurður Haraldsson, 13.1.2011 kl. 14:03

2 Smámynd: Vendetta

Það kemur fram í fréttinni, að það eina sem íslenzk yfirvöld höfðu áhuga á að vita var hvernig aðrir skrifuðu um þau. Þetta lýsir bezt hinni illræmdu íslenzku athyglissýki og gefur manni aulahroll. Svona hugsa aðeins verulega brenglað fólk eða litlir krakkar sem hafa gert eitthvað af sér.

Ég hef iðulega nefnt hér á blogginu, hversu spilltir og duglausir íslenzkir embættismenn væru, ekki aðeins hjá ríkinu heldur líka hjá bæjarfélögum. Þessi lýsing þín, Örn á dugleysingjunum í sendiráðinu í Tokyo staðfestir þetta.

Hvað mun Össur gera eftir birtingu þessara skjala? Ég gizka á að hann muni ekki hreinsa út í utanríkisþjónustunni, heldur ráða sérfræðing í almannatengslum til að bæta ímynd diplómatanna og ráðuneytisins.

Vendetta, 13.1.2011 kl. 14:53

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég er ykkur öllum , þrem , lega sammála , það hefur verið skoðun mín , síðustu 10-20 árin að sendiÓráðin ætti að leggja niður , ásamt sukksjóðunum , er öðru nafni eru nefndir lífeyrissjóðir . Árið 1977 tók ég sukksjóðslán og tjáði mig þá , hálfgerður krakkakjáni enda 23 ára , um að það ætti að leggja þetta dót niður og þessum orðum beindi ég til formanns sukksjóðsins Karls Benediktssonar - ekki vissi ég hvert hann ætlaði , síðan tók hann mig í nefið með skömmum , ég ætti að sjá sóma minn í því að hafa hag sjóðsins að leiðarljósi , því þetta væri - jú - mitt fyrirtæki , u.þ.b. 15 árum síðar tók hann fé úr sjóðnum , ófrjálsri hendi , til handa syni sínum Erni Karlssyni til að byggja reiðskemmu austur í Ölfusi , hann fór með það lóðbeint á hausinn , lánið afskrifað , hann fór síðar með aðra kennitölu , væntanlega , í að byggja íbúðarhús þar í grenndinni , byggðin nefndist Gljúfurbyggð/Gljúfurholtsbyggð , sýslumaðurinn lennti svo í vandræðum með að bjóða upp húsin hjá manninum , því auðvitað fór það líka á hausinn hjá honum , því er átti bjóða húsin upp kom í ljós að mörg fyrirtæki voru eigendur að einu og sama húsinu og kannske bar eitt (eða tvö) þeirra var í nauðungarsölubeiðni , já sukksjóðirnir og sendiÓráðin ríða ekki við einteiming hvað endemis ruglið , hvað þá kostnaðinn varðar.

Hörður B Hjartarson, 13.1.2011 kl. 15:26

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hörður ísland eins og við þekkum það því miður og ekkert hefur verið gert til að bæta það því að mafían er búin að ná stjórnvöldum og dómstólum á sitt vald!

Sigurður Haraldsson, 13.1.2011 kl. 15:40

5 Smámynd: GunniS

mig minnir að peningar sem fara í sendiráð á þessum fjárlögum séu um 2.5 milljarðar eða 2500 milljónir. persónulega finnst mér það mætti fækka um helming í sendiráðum, og þessir menn þar eru ekkert of góðir að því að lenda á atvinnuleysisbótum, fyrst ég og fleiri höfum fengið að vera þar í 2 ár, eða síðan hrunið var, og ekki fær maður vinnu meðan allir eru að segja upp.

GunniS, 13.1.2011 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 110
  • Sl. sólarhring: 153
  • Sl. viku: 544
  • Frá upphafi: 117019

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband