Nauðsynleg ógn á bankana.

Þessi lög eru nauðsynlög ógn á bankanna meðan fórnarlömb þeirra eru að semja sig frá stökkbreyttum skuldum eða ábyrgðum sem reyndi á eingöngu vegna þess hvernig bankarnir hegðuðu sér og blekktu viðskiptamenn sína. Bankarnir óttast ekkert meira en að skuldari/ábyrgðarmaður hóti að fara í gjaldþrot þegar reynt er að ná samkomulagi um leiðréttingar á skuldum/ábyrgðum.  Líta þarf til þess hvernig meintar skuldir urðu að þeim óviðráðanlegu snjóboltum sem oft um ræðir. Til að koma í veg fyrir að mönnum sé haldið lon og don í árangurslausu fjárnámi þá eiga viðkomandi aðilar þess kost að fara sjálfir fram á að bú þeirra sé tekið til gjaldðrotaskipta. Til þess þurfa þeir þó að eiga 265.000 krónur. Þó almennt talað sé það ekki há upphæð eru það samt býsna miklir peningar fyrir þá sem ekkert eiga. Allt tal um að þeir sem fari þessa leið þurfi að hræðast að vera settir á svartan lista hjá bönkunum er hreinn og klár hræðsluáróður því sá aðili sem gengið hefur í gegn um það ferli að reyna að semja við bankana undir þessum kringumstæðum lætur sér ekki detta í hug að biðja nokkurn íslenskan banka um fyrirgreiðslu næstu lífaldra. Gjaldþrot er heldur ekki endir alls, lífið heldur áfram sinn vanagang nema að viðkomandi hættir að vera þræll bankans sem hann annars verður til dauðadags í mörgum tilfellum. Reyndar missir hann allar eignir sínar til uppgjörs á þrotabúinu, þó ekki persónulegar eigur sem nauðsynlegar eru til venjulegs heimilishalds, framtíðartekjur, lífeyri og þ.h. En er slæmt að td. íbúð sem viðkomandi skuldar 110% í núna og sennilega 120% í eftir eitt ár sé tekin af honum og skuldirnar þurrkaðar út á móti? Þó hægt sé að vera án þess að vera í viðskiptum við banka er samt alveg hægt að komast af án þeirra en það skapar veruleg óþægindi. Gjaldþrota einstaklingur getur hins vegar opnað bankareikning, með síhringidebetkorti og fengið fyrirframgreitt kreditkort. Hann fær hins vegar enga yfirdráttarheimild eða fyrirgreiðslu að öðru leyti - en hefur hann áhuga á slíku hvort sem er?

Hin hliðin á þessu máli er hins vegar hvenær þrjótarnir sem komu almenningi í þessa klípu verða lokaðir inni. Meira en ár er liðið síðan Hæstiréttur staðfesti að fjármögnunarfyrirtækin og bankarnir höfðu broti lög í áratug með svökölluðum gengislánum. Það þýðir í raun ekki annað en að þeir sem þar stjórnuðu frömdu glæpi. Hvenær munu þessir aðilar verða ákærðir og hefja afplánun? Nýlega voru tvö fjármögnunarfyrirtæki sameinuð banka sem alfarið er í eigu ríkisins. Forstjóri annars þessa fyrirtækis til margra ára (m.a. meðan brotin voru framin) var ráðinn forstöðumaður þess sviðs bankans sem tók yfir starfsemi þessara fjármögnunarfyrirtækja. Þarna er bankinn augljóslega að tryggja að engin þekking eða reynsla á sviði þess að fara á svig við lögin fari forgörðum. Það er mikilvægara að gæta þess að þessir skúrkar sleppi ekki við refsingu frekar en að reyna að koma í veg fyrir að fórnarlömb þeirra sleppi með skrekkinn og geti hafið nýtt líf. Hingað til hafa glæpamenn ekki geta borið fyrir sig vanþekkingu á lögunum, hvers vegna eiga þá umræddir púðurbossar að komast upp með slíkt?

En eins og einhverjir hafa bent á þá eru umrædd lög heldur víðtæk og gefa þeim sem síst skyldi færi á að sleppa við að borga skuldir sínar. En þannig er það bara með núverandi stjórnvöld - þau virðast ekki geta leyst nein vandamál öðru vísi en að búa til önnur stærri um leið. 


mbl.is Gjaldþrot „og þú ert laus allra mála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gjaldþrota Mokkapakkið að setja sig á háan hest. snork, snork.

Því fyrr sem almenningur áttar sig á því að þingmenn eru illa gefnir hálfvitar og aumingjar upp til hópa, því betra.

Jóhanna og Steingrímur eru bestu dæmin, en þau eru alls ekki þau verstu hvað það varðar

Guðmundur Pétursson, 23.10.2011 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 835
  • Frá upphafi: 117584

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 606
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband