Hvað er verið að selja?

Væntanlega hefur þessu víni verið hellt í glas og jafnvel þjónað til borðs. Gesturinn hefur sennilega líka notið tónlistar og annarra huggulegheita á staðnum. Kannski hefur gesturinn verið að fá eitthvað meira en bara drykkinn. Á veitingahús fer fólk til að njóta veitinga sem einskorðast ekki endilega við meltingaveginn. Um er að ræða þjónustu, upplifun af ýmsu tagi sem veitingamaðurinn þarf að leggja í kostnað við að útbúa fyrir gesti sína. Það er hins vegar snúið að rukka slíkt í gegn um annað en mat og drykk. Það er fáranlega flókið og dýrt ferli að opna veitingastað á Íslandi og kröfurnar eru gjörsamlega út úr korti. Finnst einhverjum eðlilegt að borga sama verð fyrir gos á veitingastað þar sem þjónað er til borðs og það sem hann borgar fyrir gosið í Bónus eða Krónunni? Ég er ekki veitingamaður en renni í grun að þeir vilji ná inn nægum tekjum til að standa undir rekstrinum og kannski örlítið í viðbót fyrir að standa að rekstrinum.  Þeir sem eru að býsnast yfir þessu ættu bara að kaupa sitt spritt í vínbúðunum og skella þessu í sig heima hjá sér - og vaska þá líka sjálfir upp eftir sig!
mbl.is Flaskan kostaði 42.960 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þannig að ef ég byggi 10000 fermetra matvörubúð hef klósett handa kúnnum, bakarí, sushi horn, og fylli af vörum, þá myndi engin segja neitt ef allt þar inni kostaði 10 x meir en í Krónuni ?

Vildi að þetta okur veitingahús hefði verið nefnt á nafn, þannig að ég gæti forðast það

Birgir Örn Guðjónsson, 27.6.2013 kl. 07:29

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Álagning á áfengi er einn stærsti fælingarmáttur borga-túrisma sem ókostur Reykjavíkur

Óskar Guðmundsson, 27.6.2013 kl. 11:48

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Birgir, þú skilur augljóslega ekki að ekki er bara verið að selja drykkina þó þjónustan sé öll rukkuð eftir því sem vikomandi lætur ofan í sig. Ef þú ert með rekstur og færð endurskoðanda til að gera fyrir þig ársreikning, segjum 10 A4 blöð samtals og greiðir fyrir það 200.000,- (blöðin kosta ca 20 krónur og blekið í prentarann aðrar 20 krónur), þá er endurskoðandinn sem sagt að okra á þér af því hann er að selja þér það efni sem hann keypti inn til að geta þjónustað þig með 500.000% álagningu. Lögfræðingurinn sem þú færð til að skrifa fyrir þig greinargerð á eina blaðsíðu og rukkar þig 50.000 krónur er þá enn meiri okrari þar sem hann leggur meira en milljón prósent á pappírsörkina og blekið. Það er tvennt ólíkt að reka verslun þar sem þú tínir sjálfur dótið í körfuna og berð að kassanum þar sem þú greiðir fyrir hana og setur hana sjálfur í pokann eða veitingastað þar sem drykkur og matur er í raun og veru lítill hluti þess sem verið er að bjóða uppa á. Gegnum hvaða hluti þjónustan er rukkuð er svoa allt annað mál. Drekktu bara þitt spritt heima og vaskaðu upp eftir þig sjálfur ef þér finnst þetta okur.

Örn Gunnlaugsson, 27.6.2013 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband