29.9.2015 | 12:54
Við hverju er að búast?
Hér er allt í rugli í þessum efnum því þeir sem eiga að sinna eftirliti og stöðva svona lagað virðast vera svo uppteknir við að skipuleggja sumarfríin sín og setja inn færslur á rassbókina að þeir hafa engan þíma til að sinna vinnunni sinni. Þjóðskrá gaf þau svör þegar sótt var um kennitölu fyrir ríkisborgara frá landi innan Evrópusambandsins að slíkt tæki 6 - 7 vikur (það tekur 10 - 15 mínútur í Hollandi ogfær viðkomandi skilríki um leið). Þegar spurt var hvort þessi aðili mætti byrja að vinna hér stóð ekki á svarinu: "Hvað ertu að hafa áhyggjur af því?, Það er fjöldi útlendinga sem dvelur og starfar ólöglega í landinu án kennitölu". Þetta var það svar sem ég fékk en sennilega ekki sá eini.
Átak til að stöðva undirboð á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 125323
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er merkilegt í ljósi þess að ríkiskattstjóri hundeltir gamalmenni um hvern aur sem þau fá frá lífeyrisjóði sínum- eru erlendir fullfrískir menn og konur her í fullri vinnu- sem er svört starfsemi- eða annað verra.
Marggir erlendir starfsmenn ferðaþjónustunnar fá þau skilaboð að þau þurfi ekki að læra 'Islensku- því þá vita þau rett sinn. ÞETTA ER Í LAGI ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.9.2015 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.