5.4.2016 | 17:55
Hvaða lög braut Sigmundur?
Ég er ekki Framsóknarsinni en þegar ég sé hrægammmana úr Samspillingunni reyna að gera einhverjn tortryggilegan sem ekki hefur verið sýnt fram á að hafi brotið nein lög þá er mér nóg boðið. Vill ekki einhver góður og heiðvirður maður sem aldrei hefur misstígið sig í lífinu upplýsa um hvaða lög SDG hefur brotið?
Upphaf að dauðastríði ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 55
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 125371
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 129
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er góð spurning, sérstaklega þegar einn hálfvitrasti maður á alþyngi kallar hann glæframann. Glæfrar eru þó ekki endilega lög brot þó af þeim hljótist á stundum beinbrot.
En einhvern veigin þá sýnist mér sem upphlaupsliðið undir stjórn svo nefnds Ríkisútvarps hafi algerlega mislukkast að finna brotin lög í þessu máli, því ef svo hefði verið þá væri klárlega búið að senda það lögbrotna dót í hendur landsdóms.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2016 kl. 20:08
Ég er búinn að leita sveittur að því hvað Sigmundur braut af sér en finn hvergi neitt um það. Það er hins vegar alveg með ólíkindum hvað þessu vinstra liði getur liðið illa yfir því að einhver skuli hafa það þokkalega gott. Í þeirra huga eiga allir að hafa það jafnt jafnvel þó allir hafi það skítt. En þeir sjálfir eiga þó ekki að hafa það skítt - þeir eiga að lifa í lúxus á kostnað hinna. Ekki sagði Langanesmóri og Silfurskottan af sér þó þau hefðu orðið uppvís af því að reyna að setja land og þjóð í þrælafjötra með Icesave samningunum.
Örn Gunnlaugsson, 6.4.2016 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.