Bætur en ekki laun.

Laun eru greidd fyrir vinnu sem eftirspurn er eftir. Annað eru bætur, hvaða nafni sem menn kjósa að kalla þetta. Svo eru hinir sömu jafnvel með tekjur sem hvergi eru taldar fram. Engin furða að maður sjái eftir að borga skatta en hér eru td 600 milljónir sem nota hefði mátt til gagns í samfélaginu.


mbl.is 369 fá listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er verið að auglýsa aukasýningar á Bláa hnettinum. Er það dæmi um "enga eftirspurn?" 

Ómar Ragnarsson, 5.1.2018 kl. 20:29

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ómar, ef næg er eftirspurnin þá stendur sýnngin væntanlega undir sér. Þetta er sama og að framleiða vöru sem ekki er markaður fyrir. Það hefði mátt nota þessar 600m í aukna vetrarþjónustu, samgöngumál, já eða í heilbrigðiskerfið. Þeim fækkar sífellt sem leggja í púkkið á sama tíma og hinum fjölgar sem leggjast á jötuna.

Örn Gunnlaugsson, 5.1.2018 kl. 20:49

3 Smámynd: Hrossabrestur

Örn, heldur þú að Ómar skilji hvað þú ert að fara? 

Hrossabrestur, 5.1.2018 kl. 20:53

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 "Listamannalaun" eru ekkert annað en bætur. Algerlega sammála síðuhafa.

 Megnið af listamönnum landsins framleiða eitthvað sem lítil, eða jafnvel ekki nokkur, eftirspurn er eftir. Það er hinn blákaldi veruleiki í augum meðaljónsina. Sjálfhverfa margra svokallaðra listamanna er slík, að manni sundlar við. Að moka í þetta sex hundruð milljónum er ekkert annað en reginhneyksli. 

 Menningarsnobb af alverstu gerð, sem Jón og Gunna hafa ekkert um að segja. Þau eiga bara að borga, brosa, halda kjafti og áfram að vinna í sveita síns andlits, svo snobbararnir geti áfram setið á kaffi og öldurhúsum landsins á aumingjabótum sínum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2018 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 217
  • Frá upphafi: 125424

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband