26.5.2018 | 12:25
Ekkert atvinnuleysi.
Á Íslandi er ekkert atvinnuleysi í dag. Næg vinna er fyrir alla þá sem nenna að vinna. Það er hreint ótrúlegt að þúsundir letingja skuli komast upp með að ná út atvinnuleysisbótum meðan Austantjaldar eru fluttir inn í förmum til að vinna þau störf sem vantar fólk í. Leggjum Vinnumálastofnun niður og atvinnuleysisbætur af þar til raunverulegt atvinnuleysi grefur um sig á ný.
Umfang bótasvika enn umtalsvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 10
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 122
- Frá upphafi: 125326
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má stytta bótatímann niður í 6 mánuði á meðan ástandið er sem í dag. Alltaf eru einhver tilvik þar sem fólk missir vinnu vegna samdráttar eða gjaldþrota - gefa má þeim tíma til þess að finna annað starf.
Kolbrún Hilmars, 26.5.2018 kl. 12:51
Það er hægt að komast í alls konar vinnu strax, jafnvel tímabundið starf meðan fólk er að finna eitthvað sem hentar betur. Bætur eru örþrifaúrræði og öryggisnet sem ekki á að vera til staðar þegar næga vinnu er að hafa. Stytta bótatímann niður í núll eins og ástandið er núna.
Örn Gunnlaugsson, 26.5.2018 kl. 13:15
Ekki sammála því, Örn. Enginn hefur tíma fyrir atvinnuleit fyrir langtímastarf í fullri (bráðabirgða)vinnu annars staðar. Þetta fólk hefur jú greitt tæp 7% af launum sínum skv. kjarasamningspakkanum og á rétt á smá umþóttunartíma.
Kolbrún Hilmars, 26.5.2018 kl. 15:08
Ójú, það eru 24 tímar í sólarhringnum. Í dag er bara krafist og heimtað, fólk tuðar endalaust um réttindi sín en talar aldrei um að hafa nokkrar skyldur við samfélagið. Yfirleitt er bara auðveldara að komast í aðra vinnu sé maður í vinnu. Ekki launþegar sem greiða tryggingagjaldið, það eru launagreiðendur og ekki breytast launin neitt þó tryggingagjaldið breytist. Það er sjálfsagt að hjálpa fólki sem á ekki í önnur hús að venda en tómt rugla að framleiða vesalinga, nóg til af þeim fyrir.
Örn Gunnlaugsson, 26.5.2018 kl. 18:27
Auðvitað greiða launþegar tryggingagjaldið, þótt óbeint sé. Innifalið í kjarasamningi verkalýðsfélaganna. Sennilega ein ástæðan fyrir því hversu illa gengur að lækka tryggingagjaldið þegar vel árar.
Kolbrún Hilmars, 26.5.2018 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.