29.9.2018 | 10:24
Þýfið er líka svikið undan tekjuskatti.
Þeir aðilar sem þyggja dagpeningana þekkja það að flestir færa alla þá upphæð til frádráttar frá tekjuskattstofni þó mismunurinn eigi að reiknast til skattskyldra tekna. Þannig halda þessir aðilar þýfinu og svíkja það líka undan skatti. Þessu er ekki breytt þar sem þær breytingar eru í hondum umræddra þjófa og skattsvikara. Það eru fleiri sem njóta slíkra skattsvikinna tekna, embættismannaelítan er mjög stórtæk í þessu. Flugliðar að meðtöldum flugmönnum fá í raun stóran hluta launa sinna greiddan í formi dagpeninga sem ekki er greidd ein einasta króna af í skatt en þessir aðilar bera engan kostnað þó þeir fari til útlanda í þeim vélum sem þeir vinna um borð í. Þar að auki eru flugvélarnar venjulagur vinnustaður flugliða og ferðirnar ekki tilfallandi en megin forsendur þess að dagpeningagreiðslur eigi við er að um tilfallandi ferðir sé að ræða utan venjulegs vinnustaðar. Hvernig á lýðnum að vera kært að fara að lögum þegar skúrkarnir á Alþingi virða þau ekki?
![]() |
Vill endurgreiða dagpeninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 131
- Frá upphafi: 129166
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.