Handónýt yfirvöld.

Þetta hefur viðgengist í mörg ár og versnar bara. Eftirlitsbáknið þenst út en einungis í þeim tilgangi að þeir sem þar starfa eru áskrifendur að laununum sínum. Byggingabransinn er sérlega slæmur og virðast ferðaþjónustuaðilar fylgja fast á eftir. Kolsvört atvinnustarfsemi á báðum stöðum. Framkvæmdastjóri SA var í viðtali í sjónvarpinu í kvöld og staðfesti með svörum sínum að hann væri bæði blindur og heyrnarlaus. Það er sama hvar borið er niður, hjá Vinnumálastofnun, Vinnueftirlitinu, skattyfirvöldum, jú öllu sem er á ríkisjötunni - enginn yrði var við þó allt þetta hyski yrði rekið á einu bretti og heila klabbið lagt niður í allri sinni dýrð. Svo taka fyrirtæki sem hvítþvo sig sjálf þátt í svindlinu með viðskiptum við skúrkana og bera fyrir sig að þau hafi bara ekki vitað neitt - en til að hafa ekki tekið eftir neinu þarf augljóslega alveg sérstaka hæfileika. Á meðan blæðir svo þeim út sem sannanlega vilja gera allt samkvæmt lögum og reglum en eðlilega eru þeir að deyja út. Er svo einhver hissa á að erfitt sé orðið að fá Íslendinga til að starfa í þessum greinum - þó mikill fjöldi sé á atvinnuleysisbótum?


mbl.is „Í sömu gildru og hundruð annarra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 583
  • Frá upphafi: 116330

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 476
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband