3.10.2018 | 12:31
Lyfta rössunum, koma svo!
Hvernig væri nú að fara að lyfta rössunum og taka á þessari glæpamennsku? Það er hrúgað upp reglugerðum, settir á starfshópar sem ekki gera annað en að blaðra og bulla og svo fá útvaldir fría áskrift að laununum sínum í skjóli starfa við eftirlit sem ekki er á nokkurn hátt sinnt. Ekki nóg með að hér komist skúrkar upp með að stunda þrælahald í sinni svörtustu mynd heldur njóta þrælahaldararnir algerrar friðhelgi fyrir réttvísinni. Þekkt er að hjá starfsmannaleigum sem í flestum tilvikum eru ekki annað en mansalshringir er þeim gjöldum sem dregið er af, húsaleiga, bílakostnaður ofl. stungið í vasann án þess að þrælahaldararnir telji þetta fram til tekna hjá sér. Embættismannakerfið á Íslandi er algjörlega ónýtt uppúr og niðurúr. Þekktir kennitöluflakkarar stinga af frá vörslusköttum upp á hundruð milljóna án nokkurra eftirmála og stofna síðan til nýrrar glæpastarfsemi aftur og aftur. Eftir því sem bætir í ríkisbáknið versnar ástandið. Embættismannakerfið er orðið skjól fyrir algjöra aumingja sem ekki eru nothæfir í nokkra ærlega vinnu.
![]() |
Óska eftir fundi eftir umfjöllun Kveiks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.