Húkrunarfræðingarnir aftur inn á spítalana.

Það virðist hafa verið orðið vinsælt hjá hjúkrunarfræðingum að vinna frekar í fluginu en sínu fagi. Rekstur WOW hefur verið ósjálfbær lengi, fargjöld ekki staðið undir kostnaði, þ.e. undirverðlögð sem eyðilegt hefur fyrir öðrum félögum. Þessi starfsstétt, þ.e. flugfólkið nýtur þess vafasama heiðurs að komast upp með að svíkja ónýttar dagpeningagreiðslur undan skatti, nokkuð sem fyrirtæki í öðrum greinum geta ekki keppt við. Nú fá skattgreiðendur reikninginn í gegnum Isavia, bankana og lífeyrissjóðina. Isavia þarf að hækka lendingagjöld á þá sem eftir standa til að bera tjónið af glórulausri skuldasöfnun WOW, tæplega fjúka hausar hjá Isavia og stjórar lífeyrissjóða munu fá feitan bónus fyrir að tapa lífeyri skrælingjanna. Best væri ef allir aðilar hættu í afneitun sinni án tafar til að forða enn frekara tjóni. Svo fáum við hjúkrunarfræðingana aftur inn á spítalanna þar sem þeirra er meiri þörf en í háloftunum og það er ekki svo lítið. Enn er nóg framboð af vinnu þó blikur séu sannarlega á lofti.


mbl.is Mestar áhyggjur af starfsfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 78
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 125309

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband