Hræðilegt, já að ekki var hætt fyrr.

Hræðilegast er að þessi glaumgosi hafi ekki verið stöðvaður löngu fyrr. Nú þurfa landsmenn allir, líka þeir sem aldrei flugu með WOW að borga brúsann. Opinberir aðilar fóru í broddi fylkingar fyrir því að viðhalda hinum ósjálfbæra rekstri og auka enn frekar á tjónið. Þó WOW hverfi af markaði þá fer ekki allt á hliðina á Íslandi. Fjöldi annarra flugfélaga flýgur til og frá landinu og hefur verið hægt að fá flugmiða á lágu verði hjá þeim en samt raunhæfu og verður svo ábyggilega áfram. Fullyrðingar um að allt að 3.000 manns missi vinnuna vegna gjaldþrots WOW er tóm þvæla í besta falli. Sé rekstur WOW skoðaður í þessu ljósi þá er það  sambærilegt við atvinnubótavinnu í Sovét á árum áður - allt í bullandi tapi. Samfélagið er að kosta menntun heilbrigðisstarfsfólks með ærnum tilkostnaði en í stað þess að samfélagið fái þetta fólk til starfa inn á heilbrigðisstofnanirnar þá gerist það gengilbeinur í háloftunum. Sumir segja að launin séu svo léleg á spítölunum, en eigum við ekki að hafa samanburðinn sanngjarnann ? Flugliði fær störan hluta launanna greiddan í formi dagpeninga sem ekki er greiddur tekjuskattur af, hjúkrunarfræðingurinn kemst hins vegar ekki upp með slík skattalagabrot, hann þarf að greiða skatt af öllum sínum launum. Hvaða kjör myndir þú kjósa ?


mbl.is „Hræðilegar fréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins sér maður einhvern fjalla um þetta mál af einhverju raunsæi.  Ég er ekki í minnsta vafa um að ef skiptastjóri vinnur vinnuna sína almennilega eins og á að gera, þá á mikill subbuskapur eftir að koma upp á yfirborðið.  Það hefur nefnilega verið einhver "lenska" í Íslenskum fyrirtækjum, að eigendur fyrirtækjanna hafa gert línuna milli einkaneyslu og rekstrar fyrirtækisins mjög óskýra, sem samkvæmt bókhaldslögunum er ólöglegt.  Það er bara eðli samkeppni að einhverjir verða undir og aðrir koma í staðinn.  Sem lítið dæmi ætli WOW hafi ekki greitt 25 MILLJÓN krónu afmælisveisluna fyrir Skúla......

Jóhann Elíasson, 28.3.2019 kl. 13:54

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er engin hætta á því Jóhann að skiptastjórarnir grafi djúpt þegar ekki er eftir neinu að slægjast. Til að óska eftir gjaldþrotaskiptum þarf viðkomandi að laggja fram ákveðna tryggingu fyrir skiptakostnaði, ég man ekki hvort sú upphæð er nú 500.000 eða aðeins 250.000. Skiptakostnaður er forgangskrafa þannig að ef lögfræðingarnir sem skipaðir verða sjá einhvers staðar aura til að næla í og hlaða utan á skiptakostnað þá þykjast þeir amk fara í einhverja rannsóknarvinnu. Annar þeirra sem nefndir hafa verið í þessu tilliti fann svona fyrirtæki tengdum öðrum Skúla sem er í brauðbransanum. Hann fann rúmar 100 milljónir en ekkert varð eftir þar sem skiptakostnaður stóð á pari - snillingur. Það er hæpið að einhverjir aurar finnist í WOW sem gæti orðið til að skiptastjórarnir nenni að aðhafast. Skúli WOW var sniðugur og plataði marga sem hann skuldaði til að breyta yfir í hlutafé og þá virðist gjaldþrotið minna en það í raun er. Varðandi skattadæmi flugliðanna þá hefur þetta viðgengist í áratugi með blessun ráðamanna og ekkert sem mun breytast í því. Laun flugliða eru að stórum hluta svikin undan skatti og aðrar starfsgreinar geta einfaldlega ekki keppt við svona kolólöglega ívilnun. En lítum á björtu hliðarnar, nú vænkast hagur Landsspítalans þar sem hjúkrunarfræðingarnir sem áður skenktu gestum/farþegum WOW brennivín hrúgast nú inn á spítalana og sinna þeim störfum sem samfélagið hafði gríðarlegan kostnað af að mennta þá í. Ei er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Örn Gunnlaugsson, 28.3.2019 kl. 18:13

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flott greining hjá þér og sennilega alveg rétt....

Jóhann Elíasson, 28.3.2019 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 125235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband