Á Efling störfin ?

"Fólk vann störf sem heyra undir kjarasamning Eflingar." Hvers konar bull er þetta orðið hér? Langflestir þeirra sem félagsgjöld hafa verið dregin af hafa ekkert óskað eftir því sérstaklega að vera félagsmenn. Það er fulllangt gengið ef mér er ekki heimilt að ráða mig til starfa hjá einhverju fyrirtæki á launum sem eru langt umfram það sem foringjarnir í verkalýðsfélögunum eru að semja um fyrir sína viljugu félagsmenn án þess að þeir séu að skipta sér af því þar sem ég hef ekkert óskað eftir þeirra aðkomu. Er ekki rétt að Efling taki bara að sér rekstur fyrirtækjanna ef þeir telja að enginn nema "þeirra" fólk megi vinna þar ?


mbl.is Efling mótmælir hópuppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Efling er að reyna að gera sitt besta fyrir láglaunafólkið, sem þarf að eiga málsvara því það er ekki sjálft í aðstöðu til þess að gæta hagsmuna sinna eða semja um yfirborganir. Flestir innflutt vinnuafl, sem skilur ekki tungumálið og telja sig jafnvel yfirborgaða miðað við heimahagana. Skilja jafnvel heldur ekki alla þá fyrirgreiðslu sem félagsgjöldin veita þeim.
En að Efling "eigi" alla hina er misskilningur.

Kolbrún Hilmars, 8.5.2019 kl. 17:53

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Efling hagar sér eins og ríki í ríkinu og telur sig eiga alla sem vinna störf sem þeirra félagsmenn vinna. Foringjunum er skítsama um lýðinn meðan þeir fá félagsgjöldin. Verkalýðsfélög ættu almennt að láta í friði þá sem ekkert vilja með þau hafa og slíkt ætti að setja í lög. Ég hef verið beggja vegna borðsins og í öll þau ár sem ég var launamaður samdi ég sjálfur um mín kjör og óskaði þess að standa utan félaga. Þrátt fyrir félagafrelsi á Íslandi þá er það í raun ekki þannig því félagsaðild er neydd upp á fólk. Ef samið er um ákveðið kaup fyrir félagsmenn hlýtur það að eiga að gilda, ekkert minna og ekkert meira. Allt umfram það hlýtur að vera verkalýðsfélaginu óviðkomandi þar sem búið var að semja um annað. Haltu mér - slepptu mér ???

Örn Gunnlaugsson, 8.5.2019 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 214
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband