20.9.2019 | 13:13
Refsa þeim sem eiga sök.
Þarf ekki að refsa þeim sem enn eru á lífi og eiga sök á að loka saklaust fólk inni árum saman? Er ekki sanngjarnt að þeir aðilar "njóti" samsvarandi frelsissviptingar ? Embættismenn virðast endalaust geta skýlt sé bak við einhvern embættismannamúr og bera ekki nokkra ábyrgð, sama hve hressilega þeir gera upp á bak. Það þarf að taka upp refsingar almennt á embættismönnum sem leika sér að því að valda þegnunum óþægindum á kostnað skattgreiðenda öðrum víti til varnaðar. Það þykir sjálfsagt að greiða óhæfum embættismönnum sem starfað hafa í bómull himinháa starfslokasamninga en ekki má nefna það að þeir sem níðst hefur verið á fái sanngjarnar bætur. Þeir sem setið hafa saklausir í fangelsi í 5 ár hljóta að eiga eitthvað inni hjá kvalara sínum þó peningar geti aldrei komið að fullu í staðinn. Líf þessa fólks var eyðilagt og þeir sem að því stóðu eiga að hljóta refsingu.
Afstaða ríkisstjórnar að ekki gangi að semja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 91
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 125407
Annað
- Innlit í dag: 74
- Innlit sl. viku: 157
- Gestir í dag: 72
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.