Smákrakkinn í sandkassanum.

Hér er smákrakki nýkominn úr námi með pungapróf í lögfræði að leika sér í sandkassanum með almannafé. Mín mesta eftirsjá fer að verða sú að hafa nokkurn timann skilað sköttum til samfélagsins þegar maður horfir upp á það hvernig þessir vanvitar fara með fjármunina. Ég hef sífellt meiri skilning á því hvers vegna fólk velur að svíkja undan.


mbl.is „Svona samningar eru umdeilanlegir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Í raun er verið að nota almannafé til mútu. Það er verið að múta manni til að láta af störfum af sjálfsdáðum. Það er ekki von til að fólk sem veltist um í þessu umhverfi skilji spillinguna. Sorglegt þegar ungt fólk gerir sig að fífli.

Magnús Sigurðsson, 4.12.2019 kl. 20:36

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna held ég að Magnús hafi alveg rétt fyrir sér.  Ríkislögreglustjóri hótaði því að "kjafta" frá fleiru, í frægu Morgunblaðsviðtali, ef hann yrði rekinn.  Það er bara verið að tryggja að hann þegi.  Heita það ekki mútur?????

Jóhann Elíasson, 4.12.2019 kl. 22:45

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Setjum svo það sem gerist fyrir opnum augum allra á Íslandi í samhengi við umfjöllun á því sem Samherji tengist í Namibíu. Það sem verra er  hér að krakkinn í Dómsmálaráðuneytinu sér ekki frekar en allt hitt liðið neitt að þessu. Maður hélt kannski að reynsluleysið myndi teljast henni til tekna en það er engu líkara en þetta sé bara kennt með í náminu sem hún kláraði rétt áður en hún kom í ráðuneytið. Reynsluleysið virðist ekki hafa komið í veg fyrir að hún smitaðist af hinni bráðsmitandi farsótt sem tröllríður öllu á Alþingi, þvert á flokka, farsótt sem kallast spilling. Afríka virðist nú bara vera talsvert lengra á veg komin, það er þó reynt að fela spillinguna þar. Því miður þá er embættismannakerfið og pólitíkusarnir hér langflestir djúpt, djúpt sokknir í mútuþægni, hvaða nöfnum sem fólk kýs að kalla það.

Örn Gunnlaugsson, 5.12.2019 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 587
  • Frá upphafi: 116334

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 480
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband