Útboðsaðferðin.

Í vali til úthlutunar embætta á vegum hins opinbera þarf að breyta algjörlega um takt. Við erum með útboðskerfi þegar kemur að vali á verktökum til framkvæmda við byggingu mannvirkja ofl. Þá er lægstbjóðandi valinn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kerfi þarf að taka upp þegar fólk er valið til starfa í hin ýmsu embætti. Það færi þannig fram að umækjendur tækju fram hvað þeir færu fram á að fá í greiðslur fyrir störf sín og lægstbjóðandi svo valinn að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það er þvílík ásókn í þessi störf að ljóst má vera að kostnaði við þetta mætti ná verulega niður með þessu fyrirkomulagi, skattgreiðendum til heilla. Þaun sem greidd eru fyrir þetta í dag eru allt of há og gerast í skjóli frændhyglis og klíkuskapar.


mbl.is Gagnrýndi vinnubrögð dómnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þú yrðir ákærður fyrir eitthvað sem gæti leitt til fangelsisdóms, myndirðu þá vilja að einhver "lægstbjóðandi" dómari tæki ákvörðun um það?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2019 kl. 12:35

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Já Guðmundur, það fer ekki eftir því hvað hann fær í kaup þar sem hann er búinn að fara í gegnum hæfnismat. Taktu eftir að ég tók fram að þeir sem kæmu til greina verða að uppfylla ákveðin skilyrði. Alveg eins og í verktakabransanum. Viltu keyra yfir einhverja brú sem lægstbjóðandi tók að sér að byggja með falsfagmönnum frá Austantjaldslöndunum á þrælakjörum ? Þetta eru sambærileg rök. Embættismannaelítan er gjörspillt og embættum almennt úthlutað út frá klíkuskap en ekki hæfni þannig að útboðsaðferðin myndi bara laga ástandið. Nú er reynslulaus smákrakki í Dómsmálaráðuneytinu, Æðst með snuð og tæplega farin að taka tennur ! Lægstbjóðandi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum eins og í verktakabransanum er það sem koma skal. Er einhver trygging fyrir því að sá sem er skipaður gegnum klíku tryggi sanngjarnari málsmeðferð en hinn sem bauð lægst ?

Örn Gunnlaugsson, 23.12.2019 kl. 16:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En ef ástæðan fyrir því að sá dómari gat "boðið lágt í verkið" er sú að hann eigi sér vel sérhagsmunatengda fjárhagslega bakhjarla? Myndirðu þá vilja að hann dæmdi þig?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.12.2019 kl. 17:39

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Guðmundur, ég hef ekkert val. Í dag er þetta ein viðbjóðsleg klíka eins og landið allt er gjörspillt og jafnvel svartasta Afríka kemst ekki þar sem Ísland er með hælana í spillingu. Hvaða tryggingu hef ég betri fyrir því að dómarinn er ekki fjárhagslega sérhagsmunalega tengdur frekar en sá sem kostar skattgreiðendur minnst ? Ef við getum látið Austantjaldsþræla reisa hér meingölluð mannvirki í skjóli verktaka sem bjóða lægst getum við alveg eins notað sömu aðferð á embættismannakerfið uppúr og niður úr. Dómarar og lögmenn eru klubbur samstarfsmanna og skólafélaga. Þeir slást í réttarsal en svo fara þeir saman í partý á eftir og allir vinir. Þeir sem trúa því að þeir hæfustu sitja í embættum á Íslandi eru staurblindir.

Örn Gunnlaugsson, 23.12.2019 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 497
  • Frá upphafi: 116343

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband