30.12.2019 | 00:13
Nóg komið.
Er ekki nóg komið af þessu brölti hjá honum? Undirboð á vinnumarkaði með tilheyrandi skemmdarverkum á samfélaginu. Það vantar ekki að boðin eru fýsileg verð og þannig komist yfir þokkalega markaðshlutdeild. Svo fer allt á hvínandi hausinn og sá sem borgar er í raun almenningur, ekki bara þeir sem freistuðust til að taka gylliboðunum heldur allir. Rétt að Andrar og Skúlar og fleiri af þessari tegund haldi sig utan landsteinanna og verði þar að auki bannað að stunda viðskipti á Íslandi um ókamna framtíð.
Andri Már stofnar ferðaskrifstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 119
- Frá upphafi: 125323
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uss.. Vertu viss fólk mun versla við hann og er lönguu búið að gleyma síðasta gjaldþrotinu !
Birgir Örn Guðjónsson, 30.12.2019 kl. 14:42
Já Birgir, ég er ekki í nokkrum vafa um að fólk hópast í viðskipti til hans. Sjálfur þekki ég fólk sem horfir bara í verðið. Jafnvel þó það sé meðvitað um að verið er að brjóta niður samfélag okkar með undirboðum og hefur haft nægan tíma til að hugleiða þessa hluti meðan það hefur verið vegalaust á hinum ólíklegustu stöðum í boði skúrkanna. En eru þeir minni skúrkar sem leggja þessum aðilum lið? Þeir virðast alltaf eiga greiðan aðgang að fjármunum hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Síðasti svokallaður skandall er viskipti Íslendinga í útgerðum við Afríku. Lífeyrissjóðir á Íslandi hafa sloppið algjörlega við að blandast inn í umræðuna með tilliti til hve mikið er fjármagnað af þeim. Því miður er Ísland svona í hnotskurn, þeir best klæddu virðast vera mestu þrjótarnir þegar grannt er skoðað og á þar vel við "Flagð er undir fögru skinni" og verður um ókomna tíð.
Örn Gunnlaugsson, 30.12.2019 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.