2.1.2020 | 12:23
Eiður frækni hjólar og hjólar grandann.
Þess verður sennilega ekki langt að bíða að fullyrt verði að grandinn dragi nafn sitt af hinum frækna hjólreiðamanni sem Eiður hét og hjólaði einar 18 ferðir hjálmlaus og án spandex fram og til baka daglega umræddan granda jafnvel þá daga sem norðanáttin drekkti grandanum í brimi. Þessi grandi á hins vegar ekkert skylt við neinn Eið og alveg er forkastanlegt að háskólamenntaðir fjölmiðlamenn með sínar sveru gráður sem virðast það eitt hafa gert að mynda sigg á afturendann skuli láta svona lagað frá sér. Grandinn er kenndur við jörðina Eiði þar sem Meyvant Sigurðsson bjó og heitir EIÐISGRANDI. Á áttunda áratug síðustu aldar var ágreiningur um landamerki milli jarðanna Lambastaða og Eiðis vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar sem nú stendur við EiðISgranda og sýndi þá Meyvant heitinn fram á að landmerkinn væru algjörlega skýr. Sjálfur er ég enginn sérlegur Íslenskumaður en hef mínar 360 gráður ávallt við hendina en þær voru keyptar í Sjókortasölunni á sínum tíma. Ekki er samt þörf á slíkum gráðuhring til að koma nafni þessarar götu rétt frá sér.
![]() |
Glænýr hjólastígur meðfram Eiðsgranda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 6
- Sl. sólarhring: 211
- Sl. viku: 229
- Frá upphafi: 129377
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 180
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.