Hringtorgin enn í lausu lofti.

Ekki lánaðist þessum snillingum samt að koma inn skýrum ákvæðum varðandi hringtorgin. Kveðið er á um að innri hringur eigi réttinn fyrir ytri hring. Hins vegar er einnig kveðið á um að sá sem fer í innri hring skuli fara fram hjá amk fyrsta útakstri í hringtorgi. Hins vegar er ekkert kveðið á um hrvers rétturinn er í raun. Tryggingafélögin hafa hingað til dæmt 1/3 bótaskyldu hjá þeim sem fer úr innri hring eftir fyrsta útakstur og 2/3 hjá þeim sem er í ytri hring annars vegar en 2/3 hjá þeim sem fer úr innri hring í fyrsta útakstri og 1/3 hjá ytri hring. Hvers vegna geta allir þessir lögfræðingar sem við erum með á þingi ekki komið þessu skýrt inn í lögin þannig að ljóst sé hver er í rétti og hver ekki ? Og hvers vegna á sá sem réttinn á ekki að njótahans til fulls? Það eru margar ljóskurnar (og ljóskarnir) í umferðinni sem ekki eiga að vera þar. Hringtorg sem tengir Smiðjuveg og Stekkjarbakka eru td. upplagt hringtorg til að losa sig við bíl með aðeins 1/3 bótaskyldu (ðurfi maður að losna við notaðan bíl). Langflestir fara inn á í innri hring frá Smiðjuvegi og strax út á Stekkjarbakka.


mbl.is Lögregla minnir á nýju umferðarlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er alls ekkert í "lausu lofti":

77/2019: Umferðarlög - 6. mgr. 19. gr.

Ökumaður sem ekur að hringtorgi skal veita þeim sem eru í torginu forgang. Í hringtorgi sem skipt er í tvær akreinar skal ökumaður velja hægri akrein, ytri hring, ætli hann að aka út úr hringtorginu á fyrstu gatnamótum. Ökumaður á ytri hring skal veita þeim sem ekur á innri hring forgang út úr torginu. Óheimilt er að skipta um akrein við hringtorg eða á milli ytri og innri hrings í hringtorgi.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2020 kl. 13:57

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tengingin við Smiðjuvegarhringtorgið er meingölluð.  Eðlilega aka menn í innri hring frá Stekkjarbakka, því umferðin frá Reykjanesbrautarafleggjaranum kemur inn í ytri hring ætli menn á Smiðjuveg.  Svo vandast málið þegar að Smiðjuveginum er komið því þar er aðeins ein akrein.  Þar víkur innri akreinin fyrir hinni.

Kolbrún Hilmars, 2.1.2020 kl. 14:34

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Innri akreinin víkur ekki heldur breytist hún í beygjurein eftir að komið er út úr umræddu hringtorgi á mótum Stekkjarbakka og Smiðjuvegar: Kort - Já.is

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2020 kl. 14:42

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt, og þar er pláss fyrir ca 2 bíla sem stoppa svo innri akreinina, því strax þar til vinstri (fyrir framan) er innkeyrsla í fyrstu Smiðjuvegargötuna.  Klúður.

Kolbrún Hilmars, 2.1.2020 kl. 15:36

5 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Guðmundur. Mér hefur yfirsést þetta með ytri hring og fyrstu gatnamót, takk fyrir ábendinguna. Ég er hins vegar enn í óvissu með hvernig málin verða afgreidd hjá tryggingafélögunum eftir að þetta kemur inn í lögin. Og svo þarf að kenna fjölda fólks að aka í hringtorgi. Mörg hringtorg eins og við Smiðjuveg/Stekkjabakka. Þar hefur sennilega engin breyting orðið. Ég er að tala um þá sem koma frá Smiðjuvegi inn í hringtorgið og út í Stekkjarbakka, en ekki inn frá Stekkjarbakka.

Örn Gunnlaugsson, 2.1.2020 kl. 15:41

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einfaldasta leiðin varðandi hringtorg er að banna þau með öllu. Þetta er tímaskekkja sem á að vera aflögð fyrir löngu.

Það eru allar aðrar leiðir varðandi gatnamót betri og ekki vantar fjölbreytileikann í slík mannvirki.

Gunnar Heiðarsson, 2.1.2020 kl. 19:51

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrsta spurningin hér er reyndar sú hvað hringtorg er. Það þarf að skilgreina með lögum því eins og við sáum í haust virðast sumir, sér í lagi vissir starfsmenn borgarinnar, haldnir mjög yfirgripsmiklum misskilningi um þetta efni. En að þessu frátöldu finnst mér lögin alveg skýr.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2020 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 116349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 247
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband