3.1.2020 | 11:00
Fríðindi elítunnar.
Á venjulegum vinnustöðum þarf fólk almennt að vinna uppsagnarfrestinn segi það upp störfum. Það fær þá greitt út þann tíma sem það sinnir störfum sínum. Á starfsstöðum í vernduðu umhverfi hins opinbera virðist oftast nægja að taka jakkann og labba út án þess jafnvel að loka hurðinni á eftir sér og fá samt feitan starfslokasamning. Mörg þessara starfa eru jafnvel svo lítilfjörleg að ekki tekur því að setja eftirmanninn inn í hlutina, ólíkt hinum sem sjá um að þrífa og halda öllu gangandi í raun. Nú um áramótin lét háttsettur aðili í lögreglunni af störfum og af myndum að dæma virðist hann jafnvel hafa tekið gluggtjöldin með sér af skrifstofunni. Krakki, tiltölulega nýkominn af vöggudeild samdi við þennan aðila sem kostaði skattgreiðendur yfir 60 milljónir. Fyrir leikmann líta þessi starfslok út á þann hátt að viðkomandi var að fá greiddar mútur fyrir að halda kjafti og opna hann aldrei aftur opinberlega. Ekki virtust þeir þurfa að hittast, sá sem kvaddi og hinn sem tók við sem segir ýmislegt um mikilvægi starfsins. Þarna skipta peningar engu fyrir þann sem afhendir þá enda koma þeir úr vösum skattgreiðenda. Opinberar stöður eru sífellt farnar að litast af því að þær gangi í erfðir eins og hjá kóngafólki en ekki er endilega um blóðtengda erfingja að ræða heldur þá sem tengjast sterkum vinaböndum. Og þá er gott að eiga vini sem hægt er að hnippa í sem annars sætu bara heima við sínar hannyrðir. Elítustörfin eru greidd með skattfé almennings þó almenningur hafi ekkert um það að segja hve mikið skal greiða. Þeir sem sitja að kjötkötlunum ákveða sjálfir hvað þeir skuli bera úr býtum enda er hlandheimskum almenningi ekki treystandi fyrir slíkum ákvörðunum. En hvers vegna eru sumir vinnustaðir en aðrir starfsstaðir ? Jú, það er talsverður munur á starfi og vinnu og því skulum við aldrei gleyma.
Helga Jónsdóttir sett ríkissáttasemjari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 19
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 131
- Frá upphafi: 125335
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna hittir þú naglann lóðbeint á höfuðið Örn. Þessi störf eru náttúrulega eins og maðurinn sagði, svona meira viðvera en vinna og þess vegna skiptir ekki nokkru máli hvort sá sem viðverunni sinnir "stígi til hliðar" eins og þetta lið á til að nefna það pent.
Magnús Sigurðsson, 3.1.2020 kl. 13:31
Magnús, það versta við þetta er að báknið er enn að þenjast út á lógaritmískum hraða og sífellt færri eru eftir til að halda þessu liði uppi. Tæplega hægt að bæta meiru á þá sem bera þetta uppi þar sem í raun borga þeir um 80% af því sem þeir afla til samfélagsins þegar allt er talið, launatengd gjöld, tekjuskattur, vsk og aðrir jaðarskattar. Einu sinni þótti tíund góð í skatta.
Örn Gunnlaugsson, 3.1.2020 kl. 13:44
Hárétt athugað. Ég hef stundum þusað um það við konuna að það sé búið að framleiða hundrað þúsund fábjána í fáviskufabrikkum ríkisins.
Þá segir hún uss, uss, suss láttu ekki nokkurn mann heyra þetta. Mér sýnist það stemma ágætlega við þetta sem þú ert að benda á með skattaþörfina.
Það má segja sem svo að ef vinnumarkaðurinn er 280.000 manns þá séu um 100 þús með menntun við hæfi 100 þús með menntun sem ekki er not fyrir og 80 þús ómenntaðir en vel nothæfir.
þannig að tíundin gengur engan vegin lengur upp, ég hefði haldið að hlutfallið væri nær 90% að aflokinni líkræðu og moldun.
Magnús Sigurðsson, 3.1.2020 kl. 14:04
Jú þegar maður er allur þá krukkar ríkið í hræið af manni og vill ná sem mestu af því sem maður hefur náð að öngla saman. Þeir sem hafa lifað hátt og verið á jötunni alla tíð þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu þar sem ekkert er til. Þetta með menntunina sem þú bendir á er alveg hárrétt. Við erum með fjölda háskóla í þessu fámenna samfélagi þar sem út kemur vel menntað fólk sem flest kann eitthvað en fæst af því getur nokkuð. Og alveg er það magnað að búið er að viðurkenna að þegar fólk hefur náð sér í gráðu sem engin eftirspurn er eftir þá hættir það fólk að kunna nokkuð af því sem ómenntaðir geta unnið.
Örn Gunnlaugsson, 3.1.2020 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.