Hvað er á mill eyrnanna ?

Stundum dettur manni í hug að ekki geti neitt verið milli eyrnanna á þessu fólki sem situr á Alþingi. Stjórnmálamenn virðast halda að skattfé sé óþrjótandi auðlind. Eins og Brynjar Níelsson hefur bent á þá virðast stjórnmálamenn almennt líta á skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem hægt er að tína af eftir þörfum. Ekki bara það heldur að nýr ávöxtur spretti umsvifalaust um leið og einn er tekinn. Það eru stjórnmálamennirnir bæði á Alþingi og sveitarfélögunum sem eru búnir að leggja slíkar álögur, mest til að sinna gæluverkefnum og standa straum af aumingjaframleiðslu að ekki er nokkur leið að lifa bærilegu lífi af meðaltekjum, hvað þá lágmarkslaunum. Og að það skuli vera almennt viðhorf að öryrkjar og lífeyrisþegar sem og listamanna- og atvinnuleysisbótaþegar skuli eiga að bera jafnmikið úr býtum og þeir sem vinna er algjörlega fráleitt. Hvers vegna hættum við ekki bara almennt að borga laun ? Öll laun verði bara hirt af ríkinu sem deilir síðan mat og öðrum nauðsynjum út til þegnanna. Byrja þá á því að gera allar eignir upptækar þannig að enginn eigi neitt. Svo fá allir bara jafnt, þeir sem vinna fái þá ekki örðu meira en öryrkjar, lífeyrisþegar, letingjar og aðrir sem ekkirt leggja til. Það virðast býsna fáir í sauðahúsinu á Austurvelli vera búnir að átta sig á að munurinn á því að vinna á þessum töxtum eða vera á jötunni er svo lítill að það tekur því ekki að vera að því að vinna. Þegar allt er tekið þá eru rétt um 80% hirt af fólki í skatta og þeir sem eru svo galnir að sólunda ekki öllu strax líða fyrir það með því að hirt eru 10% til viðbótar af líkinu, þ.e. af því sem eftir er. Ég bendi á að framlög almennra launamanna í lífeyrissjóð, bæði framlag launamanns og vinnuveitanda eru hreinn skattur þar sem uppsöfnun þar skerðir bara greiðslu ellilífeyris sem viðkomandi hefur þó unnið sér réttindi til. Stjórnmálamenn virðast almennt halda að skettpeningar sé eins og húsdýraáburður og dreifa eigi honum sem víðast óháð því hvort hann komi að gagni eða ekki. Og mest dreifa þeir undir taðgatið á sjálfum sér og sínum.


mbl.is Ekki boðlegt að fá 250 þúsund fyrir fulla vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 116353

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband