Munu Þyrnirósir fylgja þessu eftir ?

Stjórnvöld eru mjög afkastamikil við að setja alls kyns reglur og lög en svo er engu fylgt eftir og hér grasserar glæpamennska og svört atvinnustarfsemi sem aldrei fyrr. Illa innréttaðir aðilar mest áberandi í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð njóta góðs af því að Þyrnirós sefur víða vært og að því er virðis þá er Þyrnirósunum oft á tíðum verið byrlað svefnlyfjum af þeim sem ráða ferðinni í raun. Það er morgunljóst að stjórnvöld vilja hafa svarta atvinnustarfsemi grasserandi í landinu því ekkert hafa þau gert í raun til að uppræta hana í meira en áratug. Það eru þó fyrirtæki sem eru að reyna að fara að lögum og reglum þó nánast útilokað sé að keppa við skúrkana sem koma sér fram hjá settum reglum. Og á endanum gefast þau upp og deyja eða dansa skúrkadansinn til að lifa af. Mannvirkjabransinn er þannig útfærður að aðalverktakinn virðist vera með allt sitt á hreinu þó hann viti mæta vel að verktakar með aðra undirvarktaka í langri slaufu undir honum eru með fólk í svartri vinnu sem jafnvel er ekki með dvalar- eða atvinnuleyfi og létt er skautað fram hjá öllum reglum. Svo þegar sannleikanum er þyrlað upp þá birtast aðalverktakarnir skælbrosandi með geislabaug í fjölmiðlum og fullyrða að þeir séu alsaklausir og hafi ekki haft hugmynd um allan viðbjóðinn, jafnvel þótt þeir hafi verið forsvarsmenn undirfyrirtækjanna alveg niður í rót. Nei, það er ekki nóg að setja reglur, það þarf að framfylgja þeim sem fyrir eru svo...... Þyrnirósir, rífið nú rassana upp úr stólunum og takið á ósómanum. En sennilega mun einhver ykkur æðri koma þá og slá á puttana, svo ekki sýna of mikinn áhuga. Vandamálið er þeir sem ráða í raun, þeir vilja nefnilega ekki hafa þessa hluti í lagi.


mbl.is Nauðsynlegt að félög skrái raunverulega eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með innleiðingu nýja kerfisins verður einfalt að fletta því upp í tölvu hverjir raunverulegir eigendur eru, sem og fletta upp þeim hafa trassað skráningu.

Löghlýðnir einstaklingar og fyrirtæki geta því auðveldlega sniðgengið aðila sem eru í raunverulegri eigu aðila sem eru með eitthvað óhreint í pokahorninu.

Það er miklu skilvirkara leið til að stoppa kennitöluflakkara og svikamyllur ef við hættum einfaldlega viðskiptum við þá, heldur en að bíða eftir "eftirlitinu".

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2020 kl. 13:09

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Guðmundur, ekki get ég verið meira sammála þér með að skilvirkasta leiðin er að sniðganga þrjótana. En því miður virkar þetta bara ekki þannig. Ásóknin í fljótfenginn gróða er svo mikil að flestir velja bara besta verðið sem þeir fá. Byggingamarkaðurinn er td. búinn að vera þannig í meira en áratug að jafnvel stærstu fyrirtækin versla bara þar sem þau fá besta dílinn þó þau viti mætavel að viðskiptaaðilinn er ekki í lagi. Hafa bara sitt í lagi og segja: "Ég bara vissi þetta ekki" ef upp kemst. Hinir heiðarlegu gefast bara upp eða dansa nauðbeygðir í takt ætli þeir að lifa af. Það er núþegar búið að hleypa þessu allt of langt og ef á að uppræta þetta þarf að gera eitthvað róttækt í alvöru, ekki bara í plati. Opinber stjórnsýsla er í raun bara í plati og bara fyrir útvalda.

Örn Gunnlaugsson, 5.2.2020 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 828
  • Frá upphafi: 117577

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 601
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband