5.2.2020 | 12:38
Askarnir og bókvitið.
Sprenglærðir á bossann kunna nú aldeilis að koma orðum að þessu með háfleygum hætti. En gegnumgangandi tala þessir aðilar um framtíðargóssentíð meðan allt er í blóma jafnvel þó sýnileg óveðursskýin hrannist upp við sjóndeildarhringinn. Hinir rasslerðu sérspekingar koma hins vegar aldrei fram með þessar spár sínar fyrr en þær eru í raun orðnar að veruleika. Svo eru aðrir mun fáfróðari og minna lesnir en meira í nærumhverfi atvinnulífsins sem hafa séð fyrir þessar breytingar með talsvert lengri aðdraganda en eru þá ofar en ekki úthrópaðir svartsýnisrausarar. Já, þetta er svolítið eins og með askana og bókvitið.
![]() |
Viðlíka samdráttarskeið ekki síðan 1991-92 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 36
- Sl. sólarhring: 241
- Sl. viku: 259
- Frá upphafi: 129407
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 205
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.