Krabbamein samfélagsins.

Það er auðvitað ákvörðun stéttarfélagsins hve mikið þeir greiða félagsmönnum sínum úr verkfallssjóði. Hins vegar eru lægstu laun svo skammarlega lág í samanburði við hinar ýmsu bætur sem greiddar eru út að út frá því sjónarmiði er hrein og klár heimska að vinna á þessum töxtum. Rétt er að hafa það hugfast að því fylgir ýmis kostnaður að vera í vinnu, kostnaður sem þeir sem þiggja bætur komast auðveldlega hjá. Það er mjög auðvelt að laga launastrúktúrinn hjá ríki og sveitarfélögum með því að hreinsa út þann gríðarlega fjölda þar í efri lögum sem er í atvinnubótavinnu og lækka hressilega greiðslur til þeirra sem þar verða eftir. Þá verður nóg eftir til skiptanna sem dreifa má á lægst launaða hópinn. Þar að auki verður talsvert eftir til að lækka álögur sem er hin raunverulega meinsemd í okkar samfélagi. Skattar í öllum sínum birtingamyndum eru orðnir svo háir að þeir eru að sliga þá sem eru að böglast við að hafa í sig og á. Það þarf að skera krabbameinsæxlin sem þrífast í góðu yfirlæti á toppnum burt.


mbl.is Fær meira í verkfalli en fyrir vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 125164

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband