Sýndu framlegðarútreikninginn Kristján.

Það er engum til framdráttar að skýra hlutina svona undir rós og skilja svo eftir allt mun loðnara en áður. Nú ætti fiskikóngurinn að birta útreikning yfir nýtingu og hvað hann fær margar krónur út úr þeirri krónu sem hann greiðir á markaði og upplýsa svo um kostnaðinn sem verður á leiðinni til neytandans. Sjálfur borða ég mikið fiskmeti og tek fisk talsvert fram yfir fiskimjölsfugl (kjúkling). Hins vegar verður að teljast nokkuð undarlegt að fiskur sem veiddur er hér við land er að verða jafndýr og veislumatur á borð við franskar andabringur.


mbl.is Fiskikóngurinn vill að „rétt“ verð sé birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Mér finnst frekar ósmekklegt að óska eftir framlegðarreikningum, þó Kristján sé að benda á beint verð á fiskmarkaði og þess verðs sem síðan fiskurinn kostar kominn að vinnslustað eða í búð, sem einnig getur verið vinnslustaður. Eins og ég sé þetta, og fiskurinn, óslægð ýsa í þessu tilviki kostar kr.350 á fiskmarkaði, þá er ekki ósennilegt að verðið komið á áfangastað sé amk. kr.400. Síðan er kostnaður við mannahald, rekstur fasteignar ofl.ofl. Roðlaus ýsuflök er uþb. 30% nýting, sem gerir það að kg. af flökunum bara af fiskkaupum er uþb. kr.1.350 + allur annar kostnaður, sem hæglega getur komið framleyðsluverðinu upp í kr.2.000, og verð út úr búð ca kr.2.500. Ég hef átt þá von, að hægt væri að setja upp sérstakan fiskmarkað innan fiskmarkaða þar sem eingöngu fisksalar hafi aðgang að, með ströngum skilyrðum og enn strangari viðurlögum við brotum, sem væri eingöngu fyrir innanlands markað, svo þetta háa fiskverð sem er eingöngu vegna útflutnings bitni ekki á íslenskum neytendum. þeir bátar sem hverju sinni landa á slíkum markaði fá umbun á þann hátt að landi þeir 100 kg. reiknist einungis 50 kg.

Jónas Ómar Snorrason, 21.2.2020 kl. 16:03

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Af kvóta ætlaði ég að enda með.

Jónas Ómar Snorrason, 21.2.2020 kl. 16:05

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er ekkert ósmekklegt við að fara fram á að sjá verðmyndunina. Segjum að nýtanlegi hlutinn kosti 1.350,-. Algengt verð í búð af flökunum er um 2.200,- Þá eru þessar 850 krónur sem eiga að dekka allan kostnað þar til varan er tilbúin í hendur neytenda og svo þurfa menn einhvern smá afgang til að taki því að standa í þessu. Sjálfum finnst mér ekkert mikið eftir til að dekka allan kostnað. Ég veit að margir eru á sama báti og ég og gera sér ekki grein fyrir ferlinu svo gott að fisksalinn upplýsti um það. Þá verða allir sáttari og fisksalinn lítur betur út í dæminu.

Örn Gunnlaugsson, 21.2.2020 kl. 17:17

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Í stórum dráttum liggur framleyðsluverð nokkurnvegin fyrir hvað þessa vöru varðar, þ.e. roðlaus beinlaus ýsuflök, verðið á fiskmarkaði er nánast eini breitilegi þátturinn, enda kostar nánast jafnt mikið að framleyða slíka vöru þó verðið á fiskmarkaði sé kr.100 í stað kr.350, og ætti þá að endurspeglast í verði út úr búð þar sem hráefnisverð er afgerandi stærsti kostnaðarliðurinn.

Jónas Ómar Snorrason, 21.2.2020 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 217
  • Frá upphafi: 125424

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband