Fábjánagangur samtímans.

Það virðist vera svo lítil eftirspurn eftir starfskröftum afæta ríkis og sveitarfélaga að þetta fólk hefur ekkkert annað að dunda sér við en að framleiða lög og reglur þar sem tryggja að samkvæmt pappírum séu hinir ýmsu hlutir allt öðru vísi en þeir eru í raun. Fjöldi fólks býr í sumarhúsum sínum í raun og á ekkert annað heimili. Enda eru sumarhús almennt betur byggð sem heilsárshús og standa jafnvel betur af sér óveður en íbúðarhús sem undanfarin ár hafa verið fjöldaframleidd af fátæklingum Austantjaldslandanna. Þetta á sérstaklega við um fólk sem hætt er að vinna og sér ekki tilgang í að halda úti húsnæði sem það notar ekki. Lög um lögheimili kveða á um að fólk skuli eiga lögheimili þar sem það hefur bækistöð sína og heimilismuni. Sömu lög kveða á um að lögheimili skuli vera skráð í íbúðarhúsnæði skv. fasteignaskrá. Samkvæmt lögum um lögheimili er fólki því óheimilt að skrá lögheimili sitt eins og skilyrt er skv. sömu lögum. Fábjánagangur samtímans ríður sannanlega ekki við einteyming.


mbl.is Með „ótilgreint heimili“ í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir Hæstaréttardóm árið 2005 þar sem einstaklingi var dæmdur réttur til að skrá lögheimili í frístundahúsi, var lögunum breytt til að taka þann rétt af öllum sem á eftir kæmu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2020 kl. 15:17

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

En eftir stendur að fjöldi fólks býr í raun í frístundahúsum sínum og á jafnvel ekkert annað húsnæði. Margt af þessu fólki dvelur hér á landi 7-8 mánuði á ári en hinn hlutann á hlýrri stöðum. Það ber því að skrá lögheimilið hér á landi en lögin koma svo í veg fyrir að svo geti orðið. Lögum um lögheimili var nýverið breytt og þegar ráðist var í breytingarnar stóð til að setja inn í lögin að fólkið mætti þá skrá lögheimili sitt þar sem það héldi raunverulega til en það virðist ekki hafa gengið eftir. Frístundahús eru yfirleitt það vel byggð í dag að þau eru ekkert síðri en þau sem byggð eru sem íbúðarhús. Fasteignagjöld af frístundahúsum eru síður en svo lægri en af íbúðarhúsnæði og því ætti að veita sambærilega þjónustu þar. En þetta snýst væntanlega um að sveitarfélagið vill koma sér undan að veita þjónustu eins og skylt væri að veita þeim sem hefðu annars lögheimili þar. Fáranleikinn stendur eftir. Ég sé fyrir mér að ég verði í framtíðinni skráður með lögheimili í hvergilandi, eða falslögheimili skv. Þjóðskrá þó ég muni samt búa í sumarhúsinu í raun og veru. Það eru ótrúlega margir uppteknir við að búa til lög og reglur sem gera ekki annað en að þvælast fyrir almenningi.

Örn Gunnlaugsson, 22.2.2020 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 125429

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband