26.2.2020 | 10:18
Embættismannahrokinn.
Hér er enn ein birtingamynd þess hvernig embættismenn og almenningsþjónar þessa lands trúa því staðfastlega að þeir séu nafli alheimsins og allt snúist um þá og eigi að falla að þeirra hentugleikum. Það er bara ekkert svo ósennilegt að einhverjir, jafnvel ekki svo örfáir séu í slæmri stöðu til að telja fram akkúrat á nákvæmlega þessum 12 dögum. Þeir gætu jafnvel verið í sóttkví á þessum tíma og ekki með gögn sín aðgengileg þar eða jafnvel ekkert að þvælast í netsambandi akkúrat þessa 12 daga. Ef bómullarhnoðrabossarnir hjá skattinum verða endilega að vera búnir að fá öll framtöl í síðasta lagi þann 12. mars hvers vegna má þá ekki opna fyrr á framtölin ? Það eru margar vikur síðan launaframtöl áttu að liggja fyrir og önnur gögn sem ekki skila sér sjálfvirkt til skattyfirvalda liggja fyrir fyrstu daga upp úr áramótum. Embættismannaelítan er söm við sig og sennilega rennur sá dagur ekki upp að hætti að rigna upp í nefið á henni.
Hafa 10 daga til að skila framtali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 10
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 224
- Frá upphafi: 125431
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.