26.2.2020 | 10:58
Greiða svo skatt af tapinu.
Á meðalvöxtum tapaði innistæðueigandinn þá rétt tæpum 38.000,- vegna verðrýrnunnar. Svo var hann skikkaður til að greiða rúmar 5.000,- í skatt af tapinu á sömu milljón. Allt í boði foráttuheimskra stjórnmálamanna. Þetta lýsir kaliberinu sem situr á löggjafarsamkundunni. Heimskara verður það tæplega.
![]() |
Innstæður í bönkum skerðast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 174
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Almenningur borgar fjármagnstekjuskatt af verðtryggða hluta innistæða sinna í bönkunum, til jafns við vextina. Eins og síðuhafi bendir réttilega á, geta bjálfar sem setja slíkt í lög trauðla talist miklar mannvitsbrekkur. Sennilega er alveg óhætt að kalla þetta fólk alger andskotans fífl.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.2.2020 kl. 01:16
Já Halldór, svo kvarta þingmenn oft á tíðum yfir því að fá ekki vinnu eftir að þingstörfum lýkur. Það er þó misjafnt hve vel þeim gengur í því meira háð klíkuskap en hæfni. En mér sýnist að þingmennskan hafi í sjálfu sér ekkert með það að gera. Kannski sækir þetta fólk í þingmennsku þar sem hvergi er pláss fyrir það á vinnumarkaði sökum heimsku þess. Sé tekið mið að meðalvöxtum innistæðna og verðbólgu á árinu 2018 þá var fjármagnsTAPSskattur rétt um 15% , þ.e. greiddur var 15% skattur af tapinu og því er fjármagnstekjuskattur í raun öfugmæli. Ef þetta væri nú það eina sem hinar miklu mannvitsbrekur hefðu komið til leiðar ofar skilningi meðalmannsins mætti kannski fyrirgefa þeim heimskuna, en því miður ágerist hún frekar en hitt.
Örn Gunnlaugsson, 27.2.2020 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.