Smitpollarnir áfram opnir.

Lélegur leikþáttur yfirvalda gengur út á að loka Íslendinga sem koma frá útlöndum í stofufangelsi en leyfa þeim fávísu túristum sem enn koma hingað að spreða veirunni framan í almenning á landsvísu. Afsökun yfirvalda gengur út á að túristarnir sé ekki í eins miklu samneyti við aðra og innfæddir en sú afsökun heldur ekki vatni. Túristarnir fara víða og eru í samskiptum við nýja þjónustuaðila á hverjum degi. Smitpollurinn í Svartsengi ásamt fjölda álíka staða er enn opinn þessum túristum þrátt fyrir alvarleikann. Íslendingar sem margir hverjir eru settir í sóttkví hafa jafnvel mun minna samneyti við aðra en erlendir túristar. Sjálfur er ég meira innan um aðra þegar ég er erlendis í túristaleik en þegar ég er heima hjá mér á Íslandi. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en hef ekki trú á að búið verði að ná tökum á faraldrinum þegar sumarið verður liðið. Þá verður íslendingum væntanlega leyft að viðhalda ástandinu með að dreifa smiti áfram innanlands þar sem þeir verða þá einu túristarnir sem vaða um allt bara innanlands.  


mbl.is Loka og stytta afgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 51
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 120787

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 510
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband