3.4.2020 | 15:42
Kínín gegn malaríu.
Fyrir ca fjórum áratugum var ég í siglingum til Afríku. Til að forðast að smitast af malaríu átum við skipsfélagarnir reglulega samkvæmt læknisráði pillur sem innihéldu Kínín en það átti að hamla gegn því að veikjast af pestinni. Sá heilbrigðisstarfsmaður sem sprautaði okkur skipverja fyrir hinum ýmsu pestum sem mátti eiga von á í þessari heimsálfu þá upplýsti okkur um að Tonic water innihéldi víst einnig kínín og gagnaðist því í þessu tilliti. Við vorum að sjálfsögðu fljótir að snúa þessum upplýsingum á þann veg að okkur bæri að drekka Tonic water samkvæmt læknisráði. Tonic water er hins vegar algjörlega ódrekkandi nema því sé blandað við annan vökva sem ég ætla ekki að auglýsa hér. Neysla okkar á Tonic water eins og við stunduðum hana olli því talsverðum aukaverkunum, misalvarlegum eftir neyslumagni en ekki er mér kunnugt um hvort þær aukaverkanir hafi verið af sama meiði og þær sem fjallað er um í fréttinni hér. Spurning hvort kínín sé virka efnið sem slær á Covid-19 og þá hvort gagnlegt væri að landinn hellti bara reglulega upp á sig með ... og Tonic?
![]() |
Hætta að nota lyfið við veirunni vegna aukaverkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.