Þjóðnýting lífeyrissjóðanna.

Það ætti ekki bara að lækka mótframlagið. Nú er dauðafæri fyrir ríkið að þjóðnýta lífeyrissjóðina vegna sérstakra aðstæðna. Það er jú eignaupptaka en svona eignaupptöku þurftu þeir sem sýnt höfðu ráðdeild og safnað til mögru áranna að sætta sig við eftir efnahagshrunið í stjórn Þistilfjarðarmóra og Silfurskottunnar. Þá lögleiddu þau eignaupptöku hjá þessu fólki og kölluðu það auðlegðarskatt. Séu eignir hirtar af fólki er það ekki skattur heldur hrein og klár eignaupptaka og/eða þjófnaður. Fæstir þeirra sem greiða í lífeyrissjóð njóta þess þegar kemur að töku ellilífeyris því ríkið hirðir þetta með því að stela þeim réttindum sem fólk hefur safnað sér upp hjá Tryggisngastofnun Ríkisins á móti. Lægsta staðgreiðsluprósenta í dag er ekki 35,04% heldur í raun 50,54% (35,04+4+11,5%). Nú ætti ríkið að þjóðnýta lífeyrissjóðina vegna sérstakra aðstæðna, þ.m.t. eftirlaun og sjóði opinberra starfsmanna sem yrðu þá lagðir niður um leið. Þá yrði greiðslum í lífeyrissjóði hætt þannig að launakostnaður fyrirtækja lækkaði sem nemur mótframlaginu og hætt yrði að draga 4% af launamönnum sem geta lagt fyrir sjálfir ef þeim sýnist svo og kemur engum öðrum við. Ofurlaunagreiðslur til smalafólks lífeyrissjóðanna myndu þá sparast einnig. Þegar kemur að töku eftirlauna fá allir jafnan ellílífeyri frá TR í hlutfalli við búsetu sína á Íslandi. Þar sem þingmenn myndu fá til jafns við lýðinn er líklegt að þeir myndu ákveða upphæð þess ellilífeyris sem hægt væri að lifa af. Þeir sem búa vilja í haginn umfram það geta gert það og kemur engum öðrum það við.


mbl.is Vandinn á „bara eftir að aukast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Góð hugmynd, hvernig væri að nýta tækifærið og strauja öllu lífeyrissjóðakerfinu saman í einn, spara helling með færri fígúrum í rekstri og sjórn og minna áhættugambli já og hvernig væri svo að breyta í gegnumstreymissjóð.

kv hrossabrestur 

Hrossabrestur, 3.4.2020 kl. 17:11

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Með því að allir fái jafnt hlutfallslega miðað við búsetu á Íslandi þá er tryggt að pólitíkusarnir ákveði upphæð sem nægir til framfærslu, ekki vilja þeir sjálfir lifa við sult og seyru!

Örn Gunnlaugsson, 4.4.2020 kl. 17:48

3 Smámynd: Hrossabrestur

Góður punktur, við eru öll jafn gagnslaus þegar við hættum að vinna og því eðlilegt að allir fái jafnt.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 4.4.2020 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 94
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 206
  • Frá upphafi: 125410

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 75

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband